Úrval - 01.06.1942, Síða 132
Fylgt úr hlaði.
Við lifum á tímum örlagaþrunginna og skjótra atburða. Hver
dagur á sinn stórviðburð. Bergmál sumra þeirra berst samdæg-
urs um víða veröld á öldum útvarpsins eða í dægurfréttum dag-
blaðanna. Aðrar fæðast ekki með eins miklum bumbuslætti eða
vopnagný, en orka þó ef til vill á sinn hátt engu minna á líf
okkar mannanna.
Það er hlutverk dagblaðanna að henda á lofti viðburði dagsins
og skýra þá og skilgreina eftir því sem kringumstæður og tími
leyfa. Áhrifavald þeirra er mikið, en aðstaða þeirra til mats
á viðburðunum oft erfið.
Segja má, að þar sem starfi dagblaðanna lýkur, taki hlutverk
tímaritanna við. Það hlutverk er tvíþætt. Annar þátturinn er
fólginn í því að fara í eins konar eftirleit, þegar dagblöðin hafa
lokið smalamennsku sinni, og draga fram í dagsljósið þá við-
burði, sem létu svo lítið yfir sér, að þeir fóru framhjá arnfráum
augum blaðamannanna, enda þótt þeir bæru í sér frjókom
örlagaríkra áhrifa. Hinn þátturinn er sá, að draga í dilka það
sem blöðin hafa smalað, vinsa úr þá viðburði, sem hafa meira
en augnabliksgildi, en láta hina falla í dá gleymskunnar.
Eins og gefur að skilja, hefir misjafnlega tekizt að rækja
þetta hlutverk. Engu einstöku tímariti er sú gæfa gefin að sjá
um heim allan. Útsýnið er háð takmörkunum þess starfsliðs,
sem tímaritið ræður yfir, og efnisvalið áhugamálum þess.
Þannig fá tímaritin hvert sinn svip, verða hvert um sig ef til vill
nokkuð einhæf, en rækja þeim mun betur sitt starfssvið.
Nú á síðari árum hafa víða um heim, en einkum þó í Ameríku,
risið upp ný tímarit, sem í ýmsu víkja frá þessu hefðbundna
tímaritsformi. Þessi tegund tímarita hefir orðið svo vinsæl, að
eitt þeirra er nú orðið langútbreiddasta tímarit í heimi. Efnis-
val þeirra er frábrugðið því, sem tíðkast hjá öðrum tímaritum
að því leyti, að í þeim birtist að heita má eingöngu það, sem
komið hefir áður í blöðum, tímaritum eða bókum. Þetta kann í
fljótu bragði að virðast vafasamur kostur. En reynslan hefir þó
sýnt annað.
Allir, sem eitthvað lesa að ráði, munu hafa veitt því eftirtekt,
Framhald innan á kápunnL
STEINDÓRSPRENT H. F.