Alþýðublaðið - 06.11.1925, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 06.11.1925, Blaðsíða 12
12 alÞýðublaðið standn cru þeir taldir heilagir inetm og eru í hávegum haföir af lýðnum. En ef lærisveinn skaddast á fótum, hefir hann ekki staðist vigsluna. Það er talið vitni þess, að hann hafi ekki gert nógu strangar kröfur 111 sjálfs sín. Og hann hefir i það sinn mist af þeirri sæmd að kornast í tölu helgra manna. Dr. Jón Stefánssoo segist eitt sinn hafa sjálfur horft á vígslu- athöfn þessa. I það sinn minnir hann að 9 lærisveinar gengju randir vígslu, og stóðust hana allir. Um þessa menn má með sanni segja, að þeir taki trúar- torögðin alvarlega. Þeir myndu aldrei skemta áheyrendum sínum með svo óskemtilegu gaspri ínnantómra orða að fara að tala við þá um blómiu á ei- Mfðarenginu, fylling náðarinnar, blóð lambsins og Jesúbarnið í hjartanu í stað þess að »leiða þá til Iífsins«, eins og Knud Zimsen myndi orða það. Slíkar heimatrúboðsromsur myndu láta afkáraíega í eyrum þeirra. Þess i stað kryfja þeir til mergjar ihið innra eðii þeirra eilífu sann- inda, sem mannkynsfræðarar allra alda hafa verið að reyna að komp mannkyninu í skiín- ing um. Þeir ganga rækilega til verks. Þeir lifa nákvæmlega eftir þessum sannindum, prófa þau á sjálfum sér með reglubundn- um, vísÍDdalegum æfingum ár- um og áratugum saman, þar til Irúarkenningin er orðin þeim áþreifanleg reynsluvísindi. Þá er trúin orðin þekking, og með valdi þessarar heilögu þekldng- ar eru þeir færir um að drottua yfir starfsemi líkama og sálar og geta jafnvel látið höfuð- skepnurnar hlýða boði sínu og banni. En hvað haldtð þér að séra Árni Sigurðsson, Magnús dósent Jónsson og Jón biskup Helga- son myndu sviðna langt upp eftir, ef þeir væru látnir út- standa þvílíka eldraun tií dýrð- ar og eflingar heilagri guðs kristni? Ætli Jón biskup yrði ekki að minsta kosti tindilfætt- ur á spóaleggjunum áður en yfir um kæmi? Ætli þeir þyrftu ekki að vitna á nokkrum barna- guðsþjónustum með Knud Zim- sen í K. F. U. M. eða fara fá- einar pílagrímsferðir á presta- fundi úti í Sórey og éta nokkur svínalæri og gæsarassa með heimatrúboðinu danska, áðuren brahmaklerkunum á eynni Mau- ritius fyndist þeir húsum hæfir í tölu helgra manna? XIV. Á öndverðum dögum kristn- innar blómgaðist kristin trú sjálfkrafa í sálum mannanna eins og trén í skóginum og liljur vallarins. En er fram liðn stundir, þvarr trúarorkan, og trúarsetningum og fræði- kenningum skaut óðfluga upp á akri kristindómsins eins og ill- gresi meðal hveitis. Og illgresiö kæfði hveitið. Þá hélt efnis- hyggjan innreið sína í kirkju Krists. Og efnishyggjan óx og dafnaði dag frá degi; fræði- kenningunum fjölgaði, og trúar- setningarnar urðu æ þungskyldari. Og svo kom að lokum, að eng- inn kunni grein á, hvað rétt yar eða hvað var rangl í hin- um kristilegu fræðuni, og þoirri mannfólksins týndi sálra ainni og vissi engin skil á skapara sinum. Þá hófst gujtlöld auð- valdsins. Prestar og prelátar kirkjunn- ar sáu, að svo búið mátti ekki lengur standa. Og til þess að bjarga við heiðri kirkju sinnar tóku þeir að koma á fót margs konar féiagsskap og efla tii samtaka innan kristindómsins. Og leikmenn komu og söfnuðu um sig.alls kyns sértrúarflokk- um til sáluhjálpar vantrúaðri og hórsamri öld. Og kristin- dómurinn kvíslaðist í margvís- legar trúargreinir, sem allar þóttust háfa rétt fyrir sér og lágu i þrotiausuro erjtim og 111- deilum. En alt kom þetta samt fyrir ekkert. Trúarorka kristindómsins fjaraði út hægt og hægt eins og dagur, sem er að kvöldi kominn. Og nú er svo farið, að kristin tru er orðin að kirkju- legum skoðunum, og truarorkan er stirðnnð í frœðilegum getgát- um, sem enginn botnar upp eða niður í. Nýir trúarstraumar hafa að vísu til'vor seytlað nú á siðustu árum. En þeir eru annarar náttúru, og kirkjan kost- ar kapps um að bægja þeim á brauí. Óviða mun kristindómurinn hafa hlotið hraklegri'hordauða en einmitt í landi Passíusálm- anna og Jónsbókar. Prestarnir eru meira að segja farnir að renna grun í það. Peir eru teknir að skrifa langar ritgerðir um hnignun trúarlífsins. Þeir hafa bundist samtökum til að endur- lífga kirkjugöngur og heimilis- guðrækni. Og þeir hafa fundið ráð. Það er að láta prenta end- urbætta útgáfu af sálmabókinni og gefa út nýjar húspostillur, auðvitað enn þá loönari, óskilj- anlegri og leiðinlegri en gömlu postillurnar. Þetta hyggja þeir að færi fólkinu aftur trú á leynd- ardóma löngu týndra trúarsann- inda. Ég virði þessa viðleitni. En samt er hún grátlegur misskiln- ingur. Kristnir prestar eru alt af eins. Þeir hafa skilið alt nema kristindóminn. Þeir botna auð- sæilega ekkert í, bvað það er» sem nú er að gerast. Það, sem nú er að gerast, er í stuttu máli þetta: Kristindómurmn er þegar orðinn dauður bókstafur. Krist- in trú er stirðnuð í kirkjuleg- um skoðunum. Hinn blóð- þrungni æfidagur kristindómsins, er að kvöldi kominn. Mér þykir leiðinlegt að verða ^að segja þetta. En ef ég segði annað, væri ég hræsnari. Leiðara þykir mér þó að þuría að segja prestunum, að þess séu engin dæmi í trúar- sögu mannkynsins, að dauð trúarbrögð hafi verið vakin upp með húspostillum. Það væri eins og að reyna að draga sjálf- an sig á hárinu upp úr sortu- pytti. Prestunum væri miklu nær að verja þessu postillu- og sálmabókar-fé í nýjan trúboðs- leiðangur til Kína, til þess að þjóðin sjái ekki, hve viðleitni þeirra er íánýt og vanhugsuð. Þeir gætu kanski líka keypt fyrir það nokkur hlutabréf í togara. Hingað til hefi ég ekkert lagt tií þessara mála. En nú dirfist ég að stinga upp á nýrri tillögu ti) endurreisnar kristninnar í landinu. Tillaga mín er ofur- einföld. Og að mestu leyti er hún hákristileg. Og hún er eina tillagan, sem fram hefir veriö

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.