Alþýðublaðið - 06.11.1925, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 06.11.1925, Blaðsíða 13
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 borin um þetta málefni af viti og þekkingu. Og þar að auki er ég sannfæröur um, að hún myndi bera kristindóminum þúsundfaldan ávöxt á við allar þær uppástungur, öll þau kirkju- þÍDg, allar þær pilagrímsferðir, öll þau samtök, allar þær trú- arbragðastyrjaldir og allar þær félagsstofnanir og reglugerðir, sem hrundið hefir verið af stað til eflingar kristinnar trúar sið- an löngu fyrir daga Lúthers. En tillaga mín er í fáum orð- um á þessa leið: Hinum fávislegu guðfræði- prófum í háskóla vorum sé annaðhvort hætt að fullu og öllu eða sú regla aftekin und- antekningarlaust, að þau veiti nemendunum rétt til prestsemb- ættis. Guðfræðiprófin eru ekki trygging fyrir neinu því, sem máli skiftir í kristindóminum. Þau eru engin trygging fyrir þekkingu. Þau eru ekki trygg- ing fyrir kristilegri breytni. Og þau eru sízt af öllu trygg- ing fyrir trúarsannfæringu. Guð- fræðipróf háskólans eru ein- ungis trygging fyrir embætti handa prestsefninu. Enginn er svo heimskur, trú- laus eða hræsnisfullur, að hann geti ekki leikið sér að því að laka jguðfræðipróf úr háskóla. Og kirkjan stendur opin hverj- um bjálfa, hræsnara og trúleys- ingja, setn int hefir af hendi lögákveðið guðfræðipróf. Pað er harla lítill vandi að skálma upp í predikunarstól og þylja þaðan út í bláinn ein- hverja utarigarnar-loðmollu um fyrirgefning syndarinnar, sem söfnuðurinn hlustar á af göml- um misskilningi og engum dettur í hug að taka neitt mark á. Og það heimtar ekki djúpsett eilífðar- vísindi að geta teygt upp hand- leggina og stamað út úr sér: »Drottinn sé með yður!« en hugsa kanski eitthvað þessu svipað í hjarta sínu: »Mér óar við að rétta upp hendurnar yfir þennan bölvaðan skríl«. Altþetta getur hvert fíflið. Prestarnir hafa enga hugmynd um sannindi trúarbragðanna. Þeir eru engu vitrari í þeim vísindum en fáfróðustu áheyr- endur þeirra. Farið og spyrjið þá. Og þér munuð ganga úr skugga um, að þetta eru að eins talandi sprellukarlar, sem fávísir prófessorar hafa stoppað upp með borgaralegum gpðfræði- frösum. Þeir hafa hvorki reynslu né þekkingu til þess að gefa fáfróðasta smælingjanum þá trú- arvissu, sem þróun kynslóð- anna hefir rænt hann. í stað prestaskólaprófanna skal sú siðabót upptekin, er nú mun frá sagt. Á hverri kyndilmessu skal landsstjórnin láta gera um 20 feta langt bál á Austurvelli, beint fram undan dyrum háskólans. í fyrsta sinn, sem bál þetta er kynt, skal biskup landsins og guðfræðikennarar háskólans ganga undir svonefnda eldvígslu með því að vaða berfættir hægt og settlega yfir endilangt eld- hafið eins og heilögu mennirnir á eynni Mauritius. Landlæknir og læknisfræðiprófessorar há- skólans skulu rannsaka fætur þeirra nákvæmlega fyrir og eftir vígsluna. Peir, sem komast yfir eldinn óskaddaðir, skulu hafa lagalegan rétt til embætta sinna. En ef einn eða fleiri fá bruna- sár á fætur, þá hafa þeir fyrir- gert embættisréttindum sínum, og skal það eða þau embætti vera óskipuð þaðan í frá, þar til um þau sækir eldvígður guð- fræðingur. Á hverri kyndilmessu eftir að eldvígðir kennarar eru komnir til embættis í guðfræðideild há- skólans og eldvigður biskup er seztur að stóli, skulu fram fara nemendavigslur, er guðfræði- kandidatar háskólans leysi af hendi. Bál skal kynt á Austur- velli á sama stað og jafnmikið og hið fyrra. Þegar kirkju- klukkan slær eitt eftir hádegi, skulu hinir eldvígðu guðfræði- kennarar háskólans ganga í veg- legri skrúðgöngu frá háskóla- dyrunum og út að vígslueldin- um á Austurvelli með skrýddan biskup í fararbroddi og læri- sveina sína, hin verðandi presta- efni, berfætta í eftirdragi. Pegar að eldinum kemur, skal land- læknir og læknisfræðiprófessorar háskólans rannsaka gaumgæfi- lega fætur lærisveinanna. Að því búnu skulu þeir ganga eldinn rólega og fumlaust. Pá er yfir um eldhafið er komiö, skulu ..— .... # læknarnir aftur skoða fætur þeirra. Peir lærisveinar, sem læknarnir úrskurða óskemda á fótum, hafa staðist vígsluna og þar með áunnið sér lagalegan rétt til að gegna prestsverkum í hinni evangelisk-lútersku kirkju á íslandi. En ef brunablettur finst á fæti lærisveins, hefir hann fallið á vígslunni og hefir engan rétt lii geistlegrar þjónustu. Sumum rétttrúnaðarmönnun- unum kann að finnast óvið- kunnanlegt brahmatrúarbragð af þessum helgisiðum. En þá hefi ég aðra tillögu, sem allir kristnir trúarflokkar æltu að geta sam- einað sig um, því að hún er þó tvímælalaust bá-kristileg. í stað þess, að stjórnin láti biskup landsins, guðfræðikenn- arana og lærisveina þeirra vaða eld, skal hún gera þeim að skyldu að ganga á vatni, eins og meistari þeirra gerði forðum daga. Ég býst við, að það sé álíka erfið þraut og að vaða eldinn og svipuð trygging fyrir heilagleika þeirra. Á hverri krossmessu að vori, eftir að vér höfum fengið vatns- vígðan biskup og guðfræði- kennara, skulu þeir spássera í viðhafnarmikilli prósessiu úr háskólanum heim til Jóns bisk- ups Helgasonar, sem ég geri ráð fyrir að, þá hafi int af hendi hina heilögu vatnsvigslu. Biskup fer í fararbroddi, en lærisvein- arnir rölta á eftir kennurum sínum. Á tjarnarbakkanum fyrir framan bústað hins heilaga biskups nemur bersingin staðar. Og er biskup hefir ámint læri- sveinana með því að lesa yfir þeim 16. kapítula Matteusar- guðspjalls, skulu þeir ganga þaðan ú hægðum sínum berum fótum á vatninu yfir tjörnina þvera, beint í áttina til fríkirkj- unnar. Biskupinn og guðfræði- kennararnir séu fyrir á austur- bakkanum, þegar lærisveinarnir stíga á land, og fagni þar hin- um vatnsvígðu prestsefnum með hymnum og heilögum symfóní- um. Siðan skulu þeir leiddir með bátíðlegri viðhöfn inn að hinu allra helgasta í fríkirkj- unni og fremja þar helgar tíðir í stað þess að setjast að át- veizlu hjá biskupi. En ef læri- sveinn veður í sjálfum sér eða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.