Alþýðublaðið - 06.11.1925, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 06.11.1925, Blaðsíða 14
14 alÞýðublaðið *------------------------------ tekur að sökkva á leiðinni yíir um eins og aumingja Pétur, skal hann bjarga sér til austur- bakkans á sundi og stýra lítið eitt meira til suðausturs en þeir, sem ganga á vatninu, svo að hann taki land beint fram undan kvennaskólanum. En á foakkanum séu fyrir íagrar kvennaskólameyjar, er fagni hon- um blíðlega og leiði hann mjúk- lega inn í skólahúsið og hjúkri honum þar linkindarsamlega, þar lil hann er fær um að búa sig undir næstu vígslugöngu. Petta eru nú mínar tillögur. Pær eru einu kristulegu tillög- urnar, sem stungið hefir verið upp á til eflingar kristninni í landinu. Ekkert annað en nýjar opinberanir megna að gefa al- menningi lifandi sánnfæringu um glataða leyndardóma trúar- bragðanna. Önnur aðferð er ekki til, heíir aldrei verið tll og verð- ur aldrei fundin. Ef til vill bera prestarnir brigður á, að ég segi satt. En harðsvíruð reynslan neyðir þá til að trúa orðum mínum fyrr eða síðar og ef til vill áður en langt um líður. Eitt sinn spurði biskup nokk- ur hinn fræga, enska leikara, David Garrick, þessarar spurn- ingar: »Getið þér sagt mér, hvernig á því stendur,« spurði biskup- inn, »að leikarar ná svo mikl- um tökum á áheyrendum sín- um, en okkur prestunum tekst það sjaldan?« »Pað get ég sagt yður,« svar- aði Garrick. »Pað er vegna þess, að leikarar flytja skáldskapinn eins og sannindi. En þið prest- arnir flytjið sannleikann eins og hann væri skáldskapur.« Pað er einmitt þess vegna, að fólkið leggur engan trúnað á kenningar klerkanna. En vígsl- ur þær, sem ég hefi stungið hér upp á, myndu kenna þeim að flytja sannindi kristindómsins eins og heilög vísindi. Og þá myndi fólkið trúa. XV. Petta bréf er orðið lengra en ég bjóst við í fyrstu. Pér megið ekki virða bersögli mína á verri veg. Sannleikann hlýt ég að segja, jafnvel þótt hann vitni á raóti gömlum góðvini minum. Ég met yður eftir sem áður meira en alla aðra íhaldsritstjóra landsins samanlagða. Ég myndi ekki treysta mér til að reyna að sannfæra neinn þeirra annan en yður um réttan málstað. En um yður vona ég, að yður skiljist það fyrr en varir, að þér hafið minni veg og vegsemd en þér eigið skilið af því að binda trúss yðar við úrkynjun og sið- spillingu íhaldsstefnunnar. Pegar ég kyntist yður fyrst, varuð þér gáfaður og göfuglynd- ur hugsjónamaður. Þá trúði ég því, að þér ættuð eftir að leysa af héndi andleg þrekvirki til sálubótar landi og lýð. Og ég trúi því enn þá, að þér séuð mikils megnugur. En undirstaða allra annara þrekvirkja er þetta, að leggja aldrei neinar hömlur á sitt æðra eðli. Að fylgja skoð- un sinni, að lifa fyrir sannfær- ingu sína, að fórna sjálfum sér fyrir hugsjónir sínar og hirða aldrei um álit, fé né frama, — þetta er mjói vegurinn, sem ligg- ur inn um hið þröngva hliðið. En þetta er ekki vegur íhalds- stefnunnar. Gegn íhaldinu verðið þér að rísa með fyrirlitningar- blandinni meðaumkun, áður en rödd yðar verður heyrð í himn- inum. Reykjavík, 10. til 26. okt., 1925. Yðar einlægur Pórbergur Þórðarson. Kaffikvöldid. Pað var þetta hérna með hana frú B. Hún var sögð stór- rik, en það var maðurinn henn- ar, sem var ríkur. Hún var blá- fátæk, sem sýndi sig í því, að hún kom lengi daglega til mannsins síns og bað hann að láta sig hafa nokkrar krónur til umráða, og af því að hún var hætt að gera sig ánægða með minna en upp undir hundr- að krónur í einu, sagði hann loks, að hún fengi ekki meira, því að þótt hann ætti þessa tvo togara, þá yrði hann að borga hásetunum svo mikið kaup, að hann tapaði stórfé á hverju ári. »Og,« bætti hann svo stundum við, »ég skil ekkert í því, að ég. sem byrjaði með tvœr hend- ur tómar, skuli þó eiga y>trollar- ana«. mina skuldlausa enn þá.« En frú B. var ekki ráðalaus. Hún gekk í búðirnar, keypti það, sem hana lysti, og sagði svo, um leið og hún kvaddi: »Pér gerið svo vel að senda manninum mínum reikninginn.* Eitt sinn, þegar maður henn- ar var búinn að borga 5000 krónur fyrir slíka reikninga eftir einn mánuð, þá mintist hann á það við hana, hvort hún myndi ekki vilja bregða sér til Sikil- eyjar, en við sjálfan sig sagði hann: »Það verður þó fjárann ekki komið með reikninga það- an á hverjum degi.« Hún tók þessu boði, hans með tveimur handleggjum og kossi svo sem merki um hinn takmarkalausa kærleika hans og gleymdi þá alveg í svipinn, að hann hafði gefið næstsiöustu »kokkapíunni« sinni peninga til að kaupa fyrir barnatauið á fyrsta barnið. Nú, þegar hún ætlaði að fara í þessa langferð, varð hún að kveðja stéttarsystur sínar, hinar ríkismannakonurnar, dálítið eftir- minnilega. Hún tók því til að bjóða til sín öllum, sem hún náði til af því tagi, og það aftur og aftur. Hún var búin að hafa nitján kaffikvöld í sama mán- uðinum, og nú kom það tutt- ugasta, og þetta kvöld hafði hún alveg sérstaka ástæðu til að safna til sín sem flestum. Fröken B. var að spila á harmoníum »Hve ' einbeitt og fast« eftir Laxdal. Pegar hún var staðinn upp frá hljóðfærinu, sagði frú T.: »Hvar fáið þið þessa »útstill- ingu« af »Pá sönglist jeg heyri«? Maðurinn minn spilar það svo oft, þegar Knútur kemur að heimsækja okkur, en hann spil- ar það aldrei svona. Mér þykir það nú fallegra í gamla bún- ingnum.« »Þetta var lag eftir Laxdal,« svaraði fröken B. »Anzi var það »pent« af Lax- dal að »interessera« sig svona fyrir okkar gömlu »stykkjum«,« svaraði frú T. »En svo að ég hafi alt í sama orðinu, er hún Gunna búin að gifta sig?« v.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.