Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 70

Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 70
68 TJRVAL, sagt að standa þarna þrjá til fjóra tíma og gefa nánar gæt- ur að öllu; þá hlyti ég að hafa nóg frásöguefni. Herkonan var roskin og tekin til augnanna. Hún var kvefuð og ég smitaðist. Dag eftir dag var ég sendur til þess að fá upplýsingar á hjálparstöðvunum og vera við- staddur við útburð leigjenda. Á hverjum morgni heimsótti ég allskonar vesalinga og aum- ingja, sem sátu og störðu í gaupnir sér meðan ég spurði þá spjörunum úr. Ritstjórar blaðs míns trúðu því einlæglega, að slík viðtöl hvettu fólk til að leggja meira af mörkum í sam- skotasjóði til hjálpar bágstödd- um jólin, og að sumu leyti gerðu þau það, en á hinn bóginn var mér ljóst, að ég hafði engan rétt til að gera mig heimakom- inn hjá hinum nauðstöddu og þaulspyrja konur og karla um hagi þeirra, af þeirri einu ástæðu, að eymd þeirra og óhamingja var á einhvern hátt óvenjulegt fyrirbrigði. Fram- koma fólksins, sem ég talaði við, dró líka úr mér kjarkinn. Það bar ekki á neinni reiði hjá því; það var sljótt og andlaust. Ég er viss um, að fáir vildu láta prenta frásagnir sínar, en þeir svöruðu spurningum mín- um af ótta við, að þeir yrðu síð- ur hjálpar aðnjótandi, ef þeir gerðu það ekki. Þeir héldu, að ég væri eitthvað viðriðinn stjórn hjálparstarfseminnar. — Mér fannst ég vera að nota mér óhamingju annara. Trú mín á mannlegum virðuleik var að þrotum komin, þegar atvik kom fyrir, sem hressti hana við. I býtið einn morgun, nokkrum dögum fyrir jól, hringdi maður til blaðsins og sagði, að þegar hann hefði verið á gangi með hund sinn í Centralgarði kvöld- ið áður, hefði hann rekizt á mann og konu, sem kváðust. hafa búið nærri árlangt í helli þar í garðinum. Hann sagðist hafa séð þau húka í hellinum við lítinn eld, er þau höfðu kveikt, og þar sem hann hefði. óttast að þau frysu í hel um nóttina, hefði hann talið þau á að fara úr garðinum og útvegað þeim herbergi með húsgögnum. „Ég vildi að þið skrifuðuð um þau í blaðið,“ sagði maðurimi í símanum, „það gæti orðið til þess að þau fengju atvinnu.“ Ég fór og heimsótti manninn og konuna. Þau bjuggu í fjöl- býlishúsi við Sextugasta stræti, skammt frá garðinum. Herbergi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.