Úrval - 01.10.1944, Side 10
8
ÚRVAL
flugvélar þau hentugustu flutn-
ingatæki, sem nokkru sinni
hafa þekkzt. Járnbrautarlestir
verða að þræða sig eftir spor-
um, bílar eftir vegum, en fyrir
flugvélar eru „vegir á alla
vegu.“ 0g sé athugaður kostn-
aðurinn af vegum og járn-
brautum — bæði gerð og við-
haldi — eru flugvélar jafnframt
ódýrasta fiutningatækið.
En hvernig lítur nú slík flug-
vél út ? Hve stór er hún ? Hve
dýr er hún ? Hve mikið getur
hún borið ? Hversu eldsneytis-
frek er hún ? Hvers er krafizt
til að leyft sé að stjórna henni ?
Þær „engisprettur,“ sem fiug-
herinn notar nú, hafa 65 hest-
afla hreyfil og tvö lukt upp-
hituð sætisrúm. Lengdin er 6,7
m., hæðin 2 m., vængjahafið um
10V2 m. Fullhlaðin vegurslíkvél
um 540 kg. en tóm 276 kg.
Burðarmagn, (farþegar, farang-
ur, eldsneyti) er því rúm 260
kg. Farangursgeymslan er 25
cm. djúp, 25 cm. breið og 60 cm.
löng og tekur 9 kg. Fullhlaðin
stígur flugvélin nálægt 140 m.
á mínútu og flýgur í lárétta
stefnu með 120 km. hraða á
klukkustund. Hún lendir með 60
km. hraða á klst. og geturflogið
í einum áfanga 330 km. Hún
getur komizt upp í meira en
4000 m. hæð. Eldsneytiseyðsi-
an er um 15 lítrar á klst. en eld-
neytisgeymirinn rúmar um 45
lítra. Erfitt er að áætla verð á
þessum flugvélum. Vér vit-
um ekki, hve dýr vinna
og hráefni kunna að verða. Sé
byggt á núverandi verði, eru lík-
ur til þess, að léttar einkaflug-
vélar verði seldar á 20 — 30
dollara á hestafl vélar, eða 65
hestafla flugvélar á 1300 —
1625 dollara.
Fyrir stríð var helmingur
þeirra einkaflugvéla, sem seld-
ar voru í Ameríku, keyptar með
afborgunum, með ekki ósvip-
uðum kjörum og giltu fyrir bíla-
kaup. Ástæða er til að ætla, að
þessu verði líkt háttað eftir
stríð.
Ekki er jafn auðvelt að fá
flugleyfi og að fá ökuleyfi. Þó
að nálega hver fullfær maður
eða kona geti á fáeinum stund-
um lært að fljúga, setja stjórn-
arvöldin um þetta strangar regl-
ur, svo að alimikils náms er
krafist fyrir flugleyfi. Um-
sækjandi verður að Ijúka próf-
um í loftaflfræði, veðurfræði,
siglingafræði og almennum loft-
ferðareglum. Einnig verður