Úrval - 01.10.1944, Síða 18
16
ÚRVAL
á framfæri árið 1918. Sé heil-
brigður maður prófaður með
þessari aðferð, andar hann að
sér og frá til jafnaðar rúmum
500 cm3 lofts við hvert andar-
tak. Það er að minnsta kosti
jafnmikið loftmagn og við
venjuleg öndunarskilyrði. Að-
ferðin getur komið að haldi
vegna þess, að í manni, sem
hefir einhverja rænu, starfar
þindin eðlilega.
En dr. Eve var ekki ánægður
með þetta. Hann vildi fá að vita
hvern árangur aðferð hans bæri,
ef hún væri reynd á drukknuð-
um manni. Hann lét gera til-
raun á volgu líki. Árangurinn
var stórmerkilegur. Með Schaef-
ersaðferðinni fengust aðeins 30
cm3 lofts við innöndun. Það er
minna en Vis hluti þess loft-
magns, sem fæst með sömu að-
ferð á manni með fullri með-
vitund.
Tilraunin leiddi skýrt í ljós,
hversvegna Schaefersaðferðin
megnaði ekki að vekja drukkn-
aða til lífs. Hún hafði blátt
áfram engin áhrif nema í væg-
ustu tilfellum. Það var ógjörn-
ingur að lífga nokkurn með
svo litlu öndunarlofti. 1 meira
en 35 ár hafði læknavísindunum
yfirsést, að sú aðferð, sem not-
uð var til að örfa öndun drukkn-
aðra, byggðist á þeim röngu
forsendum, að þindin gæti starf-
að jafn eftir drukknun og með-
an maður er í fullu líkamsfjöri.
Skylt er þó að geta þess, að
Schaefersaðferðin getur borið
árangur við endurlífgim úr
dauðadái af gaseitrun eða
hjartabilun. Tilraunir dr. Eve
sýndu einnig að Silvesterað-
ferðin til andardráttarörfunar
orsakaði meiri loftrás í lungun
en Schaefersaðferðin. Silvester-
aðferðin erí stuttumáliíþvífólg-
in að auka rúmtak brjósthols-
ins með því að teygja út hand-
leggina, og minnka það með því
að þrýsta þeim að. Sá galli er
á þessari aðferð, að sjúklingur-
inn er látinn liggja á bakinu,
svo að máttlaus tungan getur
sígið aftur í kok og teppt önd-
unina og þarf þá aðstoðarmann
til að þrýsta fram tungunni.
Aðferð Eve sneiðir fram hjá
öllum þessum vandkvæðum og
kemur að sama gagni, hvort
sem þindin er lömuð eða ekki.
Hér skal henni lýst nánar:
Sjúklingurinn er lagður á
grúfu á sjúkrabörur, öklar og
úlnliðir bundnir við börukjáik-
ana og handleggirnir teygðir
út og upp yfir höfuðið. Undir