Úrval - 01.10.1944, Side 19
LlFGUN DRUKKNAÐRA
17
miðjum börunum er um 85 cm.
há grind.
I fyrstu er höfðalagið látið
hallast niður um 45° og sjúkl-
ingurinn látinn liggja þannig
unz ekkert vatn kemur lengur
frá maga eða lungum. Þá er far-
ið að vagga honum. Eftir litla
stund er hailinn íninnkaður
niður í 30° og vaggað 10 sinnum
fram og aftur á mínútu. Með
þessu móti fæst mikið loft í
lungun — 800 cm:: við hverja
hreyfingu, eða 20 sinnum meira
en með Schaefersaðferðinni.
Aðferðina getur einn maður
framkvæmt — og það engu síð-
ur þótt hann hafi enga æfingu
fengið áður í lífgun. Auk þess
getur þessi aðferð ekki orsak-
að meiðsli á rifjum eða innri
líffærum, eins og stundum er
talið að Schaefersaðferðin geri.
Á meðan sjúklingnum er
vaggað skulu blaut klæði dregln
af honum, líkaminn nuddaður
og vermdur með flöskum með
heitu vatni og hlýjum teppum.
Vitaskuld eru allar björgun-
araðferðir gagnslausar ef ekki
er hafizt handa þegar í stað.
Ekki er ráð nema í tíma sé
tekið. Ef hálfdrukknaður maður
er dreginn úr sjó upp 1 björgun-
arbát deyr hann, áður en komið
er að landi, ef ekkert er aðhafst.
Á meðan hann er í bátnum skal
því nota Silvester eða Schaef-
ersaðferðina, en ef völ er á
tveim mönnum, skulu þeir
setjast hvor andspænis öðrum,
taka saman höndum, leggja
sjúklinginn yfir armana og
vagga honum.
Þegar komið er í land má
nota tvíhjólaða kerru fyrir
vöggu. Slík kerra, búin teppum,
kápum og bjarghring, gæti
talizt með sjálfsögðum björgun-
artækjum við sjó.
Dr. Eve telur ráðlegt að
leggja nokkrar flöskur með
heitu vatni við aftanverðan
háls sjúklingsins, því að þar
greinist aðaltauganetið. Vatnið
ætti að vera vel heitt. Hann
bendir á það, að indverskur
fakír, sem hafði legið grafinn í
tíu daga, var vakinn aftur til
lífsins einungis með því að hella
heitu vatni á háls hans og
höfuð. Dr. Eve hyggur, að þetta
væri reynandi við drukknaða
menn; þeir eru þá votir hvort
sem er.
Þess er vænst, að aðferð Dr.
Eves gjörbreyti endurlífgunar-
tilraunum, úr því að hún megn-
ar að breyta gamaldags ruggu-
stól í stállunga.