Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 26
24:
ÚKVAL
þessa leið: Mér græðist aldrei
nægilegt fé til að sjá fyrir fjöl-
skyldu minni eins og mér ber.
Hún mun ætíð vænta meira, en
ég get veitt henni. Ef ég héldi
samt áfram að vinna baki
brotnu án þess að tekjurnar
hækkuðu, hlýtur hverjum og
einum að vera ljóst — þar með
minni eigin vitund — að eina
ástæðan fyrir því, að ég kemst
ekki betur áfram er sú, að mig
skortir getu. Það yrði of auð-
mýkjandi.
Hvernig á að komast hjá
þessari niðurstöðu? Ein leiðin
er sú, að verða svo langþreyttur,
að hver maður geti séð, að mér
tjáir ekki að leggja svona að
mér við vinnuna. Ég kæri mig
samt ekki um að kannast við,
að ég sé þreyttur — þá er engu
uppljóstrað. Þannig gæti ég
bjargað sæmd minni — bjargað
mér frá að viðurkenna, að
ódugnaður valdi því, hve illa
gengur. Dulvitundin tekur til
óspilltra málanna að vekja
þessa æskilegu þreytutilfinn-
ingu. Hún byrjar á því að leggja
til, að maður neiti að gera eitt-
hvað sem honum er sönn ánægja
að fást við, svo að þreytan verki
til fullnustu sannfærandi. Hann
hættir því að iðka íþrótt, sem
hann hafði miklar mætur á.
Vitaskuld getur hver maður
séð, að þetta myndi hann ekki
gera, nema hann væri svo slit-
uppgefinn, að hann gæti alls
ekki gefið sig við henni. Hann
trúir því sjálfur—allir trúa því.
í fyrstu er hann aðeins dálítið
þreyttur — þyngslalegur í
göngulagi, lotinn í herðum og
þungur í höfðinu.
Það dregur athyglina að
þeim hluta líkamans. Áður en
langt líður fer hann að gera ráð
fyrir þessari þreytu. Og vitan-
lega gerir hún þá vart við sig.
Hann tekur að vænta höfuð-
þyngsla og sljóleika í augum að
loknu dagsverki. Og hann sór,
að það kemur heim. Brátt fara
einkennin að verða alvarlegri,
tíðari — og krefjast lengri
hvíldar.
Eftir nokkurn tíma dreif-
ast þau yfir stærri líkamssvæði.
Loks svarar allur líkaminn
þessari tilhugsun — það mætti
næstum segja von — um þrey tu.
Fyrr eða síðar er hann gjör-
samlega yfirbugaður af þreytu,
sem gagntekur hann, og hann
fær ekki hrundið af sér.
Áhyggjur, sem eru oss með-
vitaðar, eru ekki vandraktar
til róta. En séu þær dulvitaðar,