Úrval - 01.10.1944, Side 29
ER HÆGT AÐ VERJAST ÞREYTU?
27
vinnugetu, heldur vöntun á
vinnulöngun. Þetta er svo
að skilja, að þreytan stafar
ekki af ofraun hugsunarinnar,
heldur frá öðrum gjörendum:
óbeit á vinnunni, leiða á til-
breytingarleysi, löngun til að
vera annarsstaðar við önnur
störf o. s. frv.
Hann kemst að þeirri niður-
stöðu, að leiði eigi sök á 95%
þeirrar slökunar í andlegu
starfi, sem vart verður í skól-
um síðast á kennsluárinu, og
hann er meginorsök þreytunn-
ar á fuliorðinsárum.
Vér skulum athuga fáein
dæmi um þreytu hjá fullorðn-
um. Tökum til dæmis skýrslu
Rex B. Hersey um starfsfólk í
vefnaðarverksmiðju.
I verksmiðju þessari er fram-
leidd þrenns konar vefnaðar-
vara: baðmull, silki, ull.
Þessar þrjár vörutegundir
útheimta misjafnlega mikið lag
og áreynslu í meðferðinni. Silki-
þræðir slitna sjaldan, baðmull-
arþræðir oftar, en ullarþræðir
erustöðugtaðslitna. Ullarverka-
mennirnir eru því stanzlaust á
sprettinum. Silkiverkamennirn-
ir geta setið rólegir allan dag-
inn og horft á sinn skikkanlega
vef breytast í gljáandi voðir.
Baðmullarverkamennirnir verða
að vera meira á veröi og leggja
meira að sér en silkiverkamenn-
irnir, en minna þó en ullarverka-
mennirnir.
í hvaða röð hyggur þú, að
þessir þrír flokkar hafi
þreytzt ? , ,Ullai*verkamennimir
eru þreyttastir," munt þú segja.
Það er rétt! „Baðmullarverka-
mennirnir koma næst, og síðast
silkiverkamennirnir.“ Það er
rangt! Silkiverkamennirnir, sem
hafa rólegasta verkið, eru næst-
um eins þreyttir og hinir lang-
þjáðu ullarverkamenn.
Hversvegna? Af leiða.
Ullarverkameimimir þreytast
miklu frernur af stöðugri
hvekkni af því, hve efnið er
stökkt, heldur en af áreynslu.
Á líkamíegt erfiði bætist
taugaraun.
Baðmullarverkamennirnir eru
lang bezt settir, því að starf
þeirra krefst nægilegrar athygli
til að halda áhuganum vakandi,
en þó ekki svo, að taugarnar
verði ofspenntar.
Það er undarlegt, hvernig vér
ruglum saman sál og líkama,
og tortryggjum, að sé annað
sjúkt, geti það komið fram í
vanlíðan hins. Vér ímyndum
oss, að efnislegar orsakir þurfi
4*