Úrval - 01.10.1944, Page 38
36
ÚRVAL
sem náðist af tilraunum í Vev-
ey, og þar eð ekkert af hinum
starfandi blindravinafélögum
tók þessa starfsemi upp á arma
sína, þá hófust þessir menn
handa um starfrækslu þannig
lagaðrar skólastofnunar í Eng-
landi.
Frú Eustis hafði dregist á að
lána einn af kennurum frá sín-
um skóla í Sviss (L’ocil qui
voit) til skólans í Englandi. Og
sumarið 1931 var byrjað á því
að æfa sex tíkur frá Elsass.
Forstöðumenn skólans stóðu í
nánu sambandi við frú Eustis
og þágu af henni mörg ómetan-
leg ráð og bendingar í byrjunar-
erfiðleikum skólahaldsins. Þekk-
ingu þá sem fékkst við þessar
fyrstu tilraunir létu svo for-
stöðumennirnir í té nefnd, sem
starfaði að sama marki. Sam-
starf skólans og nefndarinnar
fleytti skólastarfseminni yfir
marga erfiðleika bæði við tamn-
ingu hundanna og stjórn stofn-
unarinnar. Samkvæmt ráðlegg-
ingu frú Eustins var fyrsti
hundahópurinn fenginn til
fylgdar blindum mönnum í
Liverpool og nágrenni hennar.
Á þennan hátt gátu stjórnend-
ur skólans hæglega séð árang-
urinn af starfi kennara, hund-
anna og blindu mannanna, því
að Wallasey, þar sem kennslu-
stöðin er, er einmitt þar í nánd.
Á þennan hátt fékkst fljótt
ágæt reynsla um gagnið af
þessari starfsemi.
Árið 1933 ásetti frú Eustis
sér að hætta við skólann í Sviss
og helga krafta sína stofnun-
inni „Augað sjáandi", í New
Jersey. Með þessu var bundinn
endi á það, að Englendingar
gætu fengið kennara frá Sviss.
Nicholas Lialshoff höfuðsmað-
ur, starfsmaður við Vevey skól-
ann, gaf þó kost á sér sem fast-
ur aðalkennari við enska skól-
ann. Þetta hafði allmikil út-
gjöld í för með sér, en þá hljóp
góðgerðafélag eitt (The tail
waggers club) undir baggann
og tók ábyrgð á launum kenn-
arans.
Þegar núverandi styrjöld
skall á varð stofnunin að rýma
úr húsunum í Wallasey af hern-
aðarnauðsyn, en þá var hún
svo heppin að ná eignarhaldi á
Edemontscate Manor, Leaming-
ton Spa í Warnickshire. Hér
geta blindu lærlingarnir notið
góðrar aðbúðar; hér eru líka
góð hundabyrgi og hlaupabraut-
ir, nóg landrými til æfinga og
sömuleiðis til að færa út kvíar