Úrval - 01.10.1944, Side 40
J grein þessari er oss tjáð, að nú verði . . .
Smáir matarskammtar framvegis.
Grein úr „Everybody’s Weekly“,
eftir Frank IUingworth.
O TÖRFELD bylting er þeg-
ar hafin í mataræði manna.
I óásjálegri byggingu í einni af
krókóttu hliðargötunum út frá
Drury Lane í Lundúnum hefst
við flokkur vísindamanna, sem
hafa látið frá sér fara ýmsar
spánnýjar kenningar um matar-
ræði manna. Þessar kenningar,
sem hlotiðhafamiklaviðurkenn-
ingu, eru líklegar til þess að fá
stórvægilega þýðingu,þegarfar-
ið verður að gera ráðstafanir til
að seðja hungraðar þjóðir, og
þær munu auka þægindi hús-
móðurinnar við eldhústörfin
meira en nokkurn getur rennt
grun í.
Mestur hefur árangurinn orð-
ið í því að þurrka eða afvatna
fæðutegundirnar þ.e. náúr þeim
því vatni, sem í þeim er. Árið
1939 voru Bretar langt á eftir
öðrum þjóðum á þessu sviði.
Um það leyti sem heita mátti að
,,afvötnun“ matvæla væri því
nær óþekkt fyrirbrigði í Bret-
landi, þá ferðaðist höfundur
þessara lína með finnska hern-
um; báru hermennirnir þá mán-
aðarforða af matvælum handa
sér á bakinu. Var mánaðarforði
hvers hermans 7 y2 enskt pund
eða tæplega 3'á kg. af afvötn-
uðum matvælum og hver mál-
tíð h. u. b. 30 grm. Húsmóðir
hefði fallið í stafi yfir þurrkuðu
eggjunum, mjólkinni, súkkulað-
inu og grænmetinu, engu síður
en yfir að sjá blýantsdigru og
þumlungslöngu bananana, eða
steikarstykki á stærð við tví-
eyring, sem sænski landkönnuð-
urinn Birch Lindgren rétti skrif-
ara sínum og sagði: „Hérna er
hádegisverðurinn þinn.“
Húsmóðirin fær sér afvatnað-
ar matartegundir í matinn, en
vafasamt er hvort hún skilur
enn tilfullshver áhrif þettahefir
á daglegt fæði manna. — Það
eru ekki margar matartegund-
ir, sem ekki hefir reynst mögu-
legt að afvatna. Kjötstykkinu,
grænmeti, og ávöxtum er hægt
að þrýsta saman í naglarstærð