Úrval - 01.10.1944, Page 41
SMÁIR MATARSKAMMTAR FRAMVEGIS
19
með því að pressa úr þeim allan
vökva. Eftir stríðið þarf hús-
móðirin ekki að gráta fögr-
um tárum yfir lauknum, því
að þá verður laukur seldur
þurrkaður. Heldur ekki þarf að
eyða tímanum í að afhýða kart-
öflur, Sama er að segja um kál,
blómkál, gulrætur, baunir og
aðra garðávexti — það þarf
ekki að eyða tíma í að brytja
það niður og þvo það, því að allt
afvatnað grænmeti er hreinsað
og afhýtt áður en frá því er
gengið í pökkum.
Ávexti og jafnvel sætumauk
er hægt að afvatna. Prófessor
B. T. Barker hefir fyrir skömmu
komist að því að jafnvel græn-
metismauki má' með sérstakri
aðferð breyta í smágert duft.
Sem stendur erþettaduftnotaðí
stríðinu. En eftir ófriðinn munu
húsmæðumar kaupa margskon-
ar ávaxta og grænmetis duft til
heimilisþarfa. Svona löguð með-
ferð grænmetis og ávaxta hefir
ýrnsa yfirburði fram yfir hinar
núverandi geymsluaðferðir í til-
luktum baukum og flöskum.
Hún leysir til hlítar vandann við
geymslu. Um uppskerutímann
verður óhemju miklu af ávöxt-
um og grænmeti breytt í duft
sem svo geymist til sölu og notk-
unar smám saman. Geymslan
veldur engum vandræðum, því
að úr h. u. b. 30 grömmum af
dufti fæst um kílógramm af
mauki. Á öllum tímum árs get-
ur svo húsmóðirin búið til
ávaxtamauk aðeins með því að
sjóða duftið í vatni og láta syk-
ur í eftir þörfum.
Afvötnun ýmskonar ávaxta-
hlaups og bragðbætis mun
einnig verða gerð. Mikið af
smjörinu, sem brauðið okkar
verður smurt með, eða ávaxta
maukinu verður afvatnað —
vatnið og nokkuð af öðrum efn-
um en fitu verður tekið úr því.
Þetta gerir bæði umbúðir og
sendingu smjörsins einfaldari
og ódýrari og svo getur það ekki
súrnað né þránað. Og það sem
þarf til þess að búa til smjör
aftur úr þessari þurrf eiti er ekki
annað en að blanda það með
dálitlu af afvatnaðri mjólk og
ögn af salti. Þetta smjör jafnast
bæði að bragði og gæðum alveg
á við rjómabússmjör. Mikill
hluti mjólkurinnar verður eftir
stríðið afvatnaður. Það sem ekki
er þörf fyrir í augnablikinu
verður geymt þar til þörf kref-
ur. Með þessu ætti að verða
girt fyrir allan mjólkurskort á
hvað tíma árs sem er.