Úrval - 01.10.1944, Page 42
40
ÚRVAL
Nú munu margir spyrja hvort
þessi meðferð matvæía verði
ekki til að rýra næringargildi
þeirra. AIls ekki. Ennfremur má
geta þess að innfluttar þurrk-
aðar fóðurtegundir — að undan-
teknu grænmeti — kosta ekki
meira en ný framlelðsla; þetta
stafar af því að þurrkaðar mat-
vörur eru meðfærilegri í flutn-
ingi, taka minna rúm í skipum
og vögnum og þurfa ekki að
geymast í vönduðum og dýrum
kælirúmum.
Matvörur eru fyrirferða-
miklar og þungar í flutningi.
Mörg hundruð skipa þarf til
þess að flytja matvörur til
Bretlands. Sem dæmi þess má
nefna að þangað voru flutt ár-
lega fyrir stríð 4.000.000 smál.
af kornvörum, 1.300.000 smál.
af fóðurvörum, l1/^ milljón
smál. af kjöti og álíka mikið af
sykri, 180.000 smál. af feit-
meti og annað eins af hverju
fyrir sig osti, smjörlíki og
grænmeti. Ef reiknað er með
nauðsynlegum matvælum ein-
vörðungu, þá er árlegur inn-
flutningur hér um bil
13.000.000 smál. Af þessum 13
milj. smál. er hér um bil tólfti
hlutinn beinlínis vatn. Bretland
og Irland hafa því að undan-
förnu flutt inn árlega um 1/j
millj. smálesta vatns í erlendum
matvælum. Með því að ná þessu
vatni úr matvælunum áður en
þau fara af stað úr öðrum lönd-
um er hægt að spara afarmikið
rúm í skipum og vögnum, þegar
farið verður að fóðra Norður-
álfumenn að stríðinu loknu.
Við eggjaflutninginn einan sam-
an má t. d. spara svo hundruðum
smálesta skiftir í farmrúmi.
Hænsnafóður t. d. sem fiutt er í
2.000.000 smál. farmrými er
nægilegt til að framleiða jafn-
mörg egg; en séu þessi egg
flutt í þurrkuðu ástandi þá taka
þau aðeins 80.000 smál. rúm.
Svipað er að segja um kjötið.
Nú flytur eitt skip eins mikið
af kjöti og tiu skip fluttu fyrir
stríð áður en afvötnunin byrj-
aði.
Menn hafa alltaf verið að
reyna að troða meira og meira
af vörum í sem minst farmrými
og nú hafa vísindin veitt þeim
aðstoð sína með afvötnun mat-
vælanna; við hana sparast í kjöt-
flutningi 60% af rúmi og 30%
í þyngd miðað við að flytja
kjötið með beinum. Með þessari
nýju aðferð hefir hafist nýr
mikilsverður iðnaður. Hér eftir
verður ekki hálfri miljón smá-