Úrval - 01.10.1944, Side 45
UM BLÓÐÞRÝSTING
43
verður lágur, segjum t. d. 90
millimetr., þá slær æðin hægt,
og hætt er við yfirliði. Ef blóð-
þrýstingurinn helzt lengi svona
lágur, þá fer mönnum að líða
illa og verða daufir í dálkinn.
Þarf þá að grípa til læknisað-
gerða og lyfja, sem örva hjart-
að. Það getur þá og stundum
verið gott að girða sig maga-
belti til að auka þrýstinginn í
kviðarholinu.
Menn geta bæði haft of háan
og of lágan blóðþrýsting án
þess að það valdi óþægindum.
Háþrýstingur er það sem menn
óttast meir, en það er talsvert
satt í því sem sagt hefir verið,
að mesta hættan við háþrýsting-
inn sé í því fólgin „að menn fái
vitneskju um að þeir hafi hann,
því að þá fari eitthvert fíflið að
reyna að lækka hann.“
Auðvitað getum við haft of
háan blóðþrýsting, það er víst
og satt. í daglegu tali, þegar
rætt er um blóðþrýsting þá
eigum við — án þess að gera
okkur grein fyrir því við
háþrýsting (septoliskan þrýst-
ing), en það er hámark blóð-
þrýstingsins í hverjum manni.
En þar er einnig diastoliskur
blóðþrýstingur (lágþrýstingur)
og slagæðaþrýstingur, sem eru
jafnmikilvægir, ef ekki mikil-
vægari.
Tökum dæmi af yður sjálf-
um. Þér farið til læknisskoðun-
ar í því skyni að líftryggja
yður. Blóðþrýstimælirinn er
settur á handlegginn á yður
fyrir ofan olboga. Gúmmípok-
inn liggur óuppblásinn yfir um
handlegginn á yður; úr honum
ganga tvær gúmmípípur, er
önnur tengd við blástursbelg úr
gúmmíi, en hin við glerpípu með
kvikasilfri.
Nú byrjar læknirinn að dæla
inn lofti í pokann, en annari
hendi heldur hann um slagæð-
ina á úlnliðnum (púlsinn). —
Gúmmípokinn fyllist smámsam-
an af lofti og þrýstir að hand-
leggnum. Þegar þrýstingurinn
af gúmmípokanum er orðinn
jafn þrýstingi þeim sem hjart-
að veldur, er það spýtir blóðinu
út í líkamann, þá hverfur æða-
slátturinn í lífæðinni á úln-
liðnum.
Nú er gætt í kvikasilfurspíp-
una. Segjum að hún sýni 120
mm. þrýsting. Þetta er þá há-
þrýstingurinn eða hinn septo-
liski þrýstingur.
Dálitlu lofti er enn dælt inn
í pokann. Læknirinn hlustar í
olbogabótinni eftir æðaslögum
6*