Úrval - 01.10.1944, Blaðsíða 53
ÞETTA AUGA SÉR (ÞVl SEM NÆST) ALLT
51
verið notaðar mikið við könn-
unarljósmyndun úr lofti og eru
sérstaklega hentugar við Ijós-
myndum af skipum, þar eð
vatnið eða sjórinn kemur fram
fneð mjög dökkum lit, en allt
sem á flýtur stingur í stúf við
dökka litinn.
Þegar Scharnhorst og Gnei-
senau leyndust í Brest, áður en
þau brutust gegnum Ermasund
1942, voru þau hulin með net-
um og útliti skipakvínna var
breytt með þar til gerðum pöll-
um o. s. fr. Myndir teknar úr
lofti sýndu netin — sem höfðu
þó verið lituð þannig að þau
féllu sem bezt í umhverfið —
með allt öðrum litblæ.
Eins er um það, að ef þak
á verksmiðju, sem stæði á
grænu engi, væri málað grænt
til samræmis við umhverfið, þá
mundi grasið koma fram á film-
unni með hvítum lit, en þakið
með allt öðrum blæ. Trjágrein-
ar og tré, sem mikið eru notuð
til þess að duibúa fallbyssur,
koma fram á filmunni með allt
öðrum lit, en meðan þau voru
föst á jörðunni.
Ýmsir hafa gert sér í hugar-
lund, að hægt sé að taka mynd-
ir á filmur þessar í myrkri.
Þessu er þó ekki þannig varið.
Því aðeins er það hægt, að infra-
rauðir geislar séu fyrir hendi,
jafnvel þótt mannlegt auga fái
eigi greint þá. Allir hlutir sem
hitaðir eru upp í 400° C eða
meira gefa frá sér infra-rauða
geisla, jafnvel þótt þeir lýsi
ekki. í svartamyrkri er því
hægt að taka myndir við geisla
frá venjulegu rafmagnsstrau-
járni, ef það er bara nógu
heitt.
JJITSTJÓRI nokkur tók upp á því, að gróðursetja mikið af
fallegum blómum fram með þjóðveginum, sem lá fram hjá
heimili hans.
— Það er kjánalegt að gróðursetja verðmæt og falleg blóm
utan girðingar, sögðu nágrannarnir. — Þeim verður undir eins
stolið.
En ritstjórinn dó ekki ráðalaus. Hann setti upp áberandi aug-
lýsingar fram með veginum: „Þessi blóm eru í umsjá almenn-
ings!“ — Ekki einu einasta blómi var stolið. — Read.