Úrval - 01.10.1944, Side 54
Manndómur ceskunnar.
Grein úr „Hygeia“,
eftir Homer Croy.
J)AÐ var einn laugardag að
við komum til borgarinnar.
Við ráfuðum fram og aftur á
torginu. Þegar leið að heimferð,
þá var venjan sú að faðir minn
tók klárana og ók að vöruhús-
um verzlunarinnar. Þar tók ein-
hver starfsmaður hveitipoka
og slengdi honum upp í vagn-
inn. Dálítill hvítur rykmökkur
gaus upp. Ég og móðir mín
skreyddumst upp í vagninn og
að stundar korni liðnu ókum
við fram hjá vatnsþrónni. En
þetta kvöld sem hér urn ræðir,
vildi það til af einhverjum sér-
stökum ástæðum, sjálfsagt þó
ekki af því að mig langaði
svo ákaft heim í búskapar-
baslið, að ég var fyrstur á vett-
vang að vagninum. Þegar ég
klifraði upp í hann varð ég
var við smápésa, gráan að lit,
með kápumynd af mannræfli.
Titill bókarinnar var: Glatað-
ur manndómur.
Ég hafði naumast heyrt þessa
getið áður og vissi tæplega
hvað manndómur þýddi, nema
hvað ég hafði óljósa hugmynd
um að hann ætti eitthvað skylt
við kynferðismál. Ég fékk að-
eins litið snöggvast í kverið
áður en faðir minn kom, tróð
því í vasa minn og minntist
ekki á það einu orði. Um slíka
hluti talaði ég aldrei við föður
minn og hann innti heldur
aldrei í þá átt við mig. Ég held
að ég hefði heldur viljað láta
berja mig en að tala um kyn-
ferðismál við föður minn.
Ég gat nú lesið dálítið af rit-
lingnum í hjáverkum mínum,
og það sem ég las, féll í góðan
jarðveg. Bókin var, að hennar
sögn, ætluð ungum mönnum á
aldrinum frá 16 árum til gift-
ingaraldurs. Þar stóð að menn
á þeim aldri ættu á hættu að
missa hinn ómetanlega þýð-
ingarmikla manndóm sinn, með
þeim hættulegu afleiðingum,
sem það hefði í för með sér.