Úrval - 01.10.1944, Side 55
MANNDÓMUR ÆSKUNNAR
53
Þetta lýsti sér einkun í draum-
um sem ollu því að manndóms-
krafturinn þvarr úr líkamanum.
í bæklingnum úði og grúði af
orðum, sem ég hafði aldrei
heyrt áður. Ég fletti þeim upp
í vasaorðabókinni með rauða
kjölnum sem ég hafði í vestis-
vasanum. Ég las á leiðinni til
og frá skólanum. En stóru orð-
in sem í ritlingnum stóðu
komust ekki fyrir í litlu orða-
bókinni. Ég komst þó að mein-
ingunni og hún var sú, að ungir
menn um alt land væru að glata
manndómi sínum.
Ennfremur var frá því skýrt
hvað það væri að glata mann-
dómi sínum. Ég fylltist ótta og
skelfingu af þeim ógnar afleið-
ingum sem glötun manndóms
hafði í för með sér.
Við lesturinn komst ég að því
að ég hafði sjálfur ýms óljós
einkenni þess, að ég væri að
glata manndóminum, því að
lýsing á þeim einkennum var
aiinákvæm í ritlingnum.
Þar stóð að hugurinn beindist
að hinu kyninu og kveikti hjá
mönnum þrá, sem ekki væri
vert að lýsa nánar, og að á
nóttunni dreymdi menn um hitt
kynið. Að morgni væri maður
svo örþreyttur, vildi helst liggja
í rúminu áfram og ekki fara á
fætur. Ég las þetta hvað eftir
annað og óljós hræðsla greip
mig.
í ritlingnum stóð einnig að á
kvöldin væri mönnum hætt við
að verða óeðlilega þreyttir.
Þetta fannst mér ég finna á
sjálfum mér, þegar ég kom
úr skólanum og var búinn að
hjálpa til við mjaltirnar og bú-
stangið. Ennfremur stóð í rit-
lingnum, að ef menn ekki
hresstu við hina þurfandi mann-
dómskrafta, þá myndi þessi
þreytutilfinning ná tökum á
þeim. Og á örstuttum tíma
hafði hún náð tökum á mér.
Það sem snart mig einna
mest var talið um hina „vondu
drauma“. I hvert skifti sem
menn dreymir þessa „vondu
drauma,“ þá streymir mann-
dómurinn út úr líkamanum.
Af þessu varð ég óttasleginn,
því að þetta hafði eimitt komið
fyrir mig. Og í hvert skifti sem
þetta kom fyrir, þá hugsaði ég
sem svó: Nú hefir þú misst enn
meira af manndómi þínum.
f bæklingnum var lýst þeím
ógnum og skelfingum sem
yfir dyndu, þegar þessir menn
væru komnir í hjónaband en
hefðu glatað karlmannsþrótti