Úrval - 01.10.1944, Síða 63
HIN IRSKU SJÓNARMIÐ
61
rekum þær yfir landamærin og
skiljum þær eftir á bæjum
hinum megin. Ef lögreglan
spyr bændurna eitthvað um
beijurnar, segjast þeir eiga
þær.“
„Þeir eru í ykkar þjónustu?“
spurði Sir Ernest.
„Já, þeir eru það,“ sagði
hann.
Eftir nokkrar frekari spurn-
ingar komumst við að því, að
hann mætti eiga von á að verða
sektaður um 200 sterlingspund,
ef hann yrði gripinn. Ég spurði
hann, hvort hann rnyndi verða
dæmdur til fangelsisvistar, ef
hann yrði gripinn öðru sinni.
„Nei,“ svaraði hann. „Sekt-
aður um 200 pund.“
Þetta voru fyrstu kynni okk-
ar af einni verstu plágu í írsku
þjóðlífi í dag. Smyglið er orð-
ið svo umfangsmikið, að ekkert
verður við það ráðið, þar eð
ekki hafa verið gerðar neinar
styrjaldar-ráðstafanir í Suður-
héruðunum, að undanskilinni
skömmtun á einstökum nauð-
synjum, svo sem kolum og
steinolíu, en í Norðurhéruðun-
um er skömmtun jafn víðtæk
og í Englandi.
Mér var skýrt svo frá í Dubl-
in, að smyglaraflokkarnir hafi
svo miklar tekjur af starfi sínu,
að stofnaðir hafi verið aðrir
flokkar þeim til höfuðs, til þess
að ræna smyglarana. Er þess
þá sennilega skammt að bíða,
að farið verði að grípa til vopna
á báða bóga. Lögreglunni er
mútað engu síður en bændun-
um. En þó er það svo, eftir því
sem yfirlögreglustjórinn tjáði
mér, er við komum til Belfast,
að þessi smyglmál eru dæmd
sem venjuleg lögreglumál, en
ekki sem sakamál.
Pilturinn skildi við okkur á
stöð einni skammt frá Dublin,
og ungur prestur settist í klef-
ann hjá okkur. Við fórum að
ræða við hann um stjórnmála-
horfurnar, og varð ekki komizt
hjá því, að vikið væri að hlut-
leysi írlands.
„Eire hefir fullan rétt til
þess að vera hlutlaust," sagði
hann liispurslaust. „Ekkert
þeirra landa, sem nú berjast
gegn öxulríkjunum gerðist aðili
í styrjöldinni, fyrr en á það var
ráðist, að undanskildu Frakk-
landi og Englandi.“
„Hverjum aðiljanum mynd-
uð þér þá óska sigurs?“ spurði
Sir Ernest.
„Vitanlega Englandi," svar-