Úrval - 01.10.1944, Page 64
62
ÚRVAL
aði prestur. „Það yrði slæmt
fyrir okkur, ef Englancl sigr-
aði ekki.“
„En þið viljið ekki rétta
Englandi hjálparhönd.“
„Við erum að hjálpa Eng-
landi, með því að vera hlutlaus-
ir“, svaraði hann.
Þetta er írskt sjónarmið.
Þetta urðum við að heyra marg-
endurtekið, næstu tvo sólar-
hringana.
Dublin. Ein leigubifreið og
ein einkabifreið við stöðina, en
aragrúi hestvagna, með göml-
um bykkjum fyrir, sem hengdu
hausa og hvíldu lappirnar á
víxl. Og ekki var stöðin né
borgin heldur uppljómuð, eins
og við höfðum búizt við. Eng-
land er örlátt við Irland á
ýmiskonar munaðar-vörur, sem
almenningur fær ekki keyptar
í Bretlandi, en innflutningur
kola og olíu er takmarkaður
niður í lægsta lágmark. Til allr-
ar hamingju var einkabifreiðin
ætluð okkur, og við ókum um
hina lélega upplýstu borg, til
Hibernian gistihússins, þar
sem ótal burðarmenn og dyra-
verðir tóku við farangri okkar,
og okkur var vísað til vistlegra
og ríkmannlegra herbergja.
Kunningi Coopers heimsótti
okkur og bauð okkur til mið-
degisverðar í Jammets-gilda-
skála. Tylft af ostrum, gómsæt
steik, ís, prýðilegt koniak og
Havana-vindlar. Sendiherrar er-
lendra ríkja sátu þar við borð,
skammt frá okkur, því að allar
erlendar þjóðir hafa sendiráð í
Dublin. Styrjöldin gat, þeirra
hluta vegna, verið á einhverjum
öðrum hnetti. Við vorum út-
taugaðir af þreytu og héldum
heimleiðis til gistihúss okkar.
Ungur maður, á að gizka tví-
tugur að aldri, seldi mér kvöld-
blað með þeim ummælum, að
hann væri aðframkominn af
hungri.
Þegar ég var kominn til her-
bergis míns, fór ég að líta í
þetta litla fjögra síðu blað. —
Það eru einnig lagðar hömlur
á blaðaútgáfu. 1 blaðinu var
áskorun til manna um að lið-
sinna börnunum í Dublin, sem
voru skólaus. Á annari síðu
blaðsins var svo að segja fullur
dálkur af auglýsingum um opin-
bera dansleiki, sem halda ætti
næsta kvöld, sunnudag. Þetta
voru ekki dansleikir fyrir her-
menn eða hernaðar-verkamenn,
heldur fyrir æskulýðinn í hinni
hlutlausu Dublin-borg. Ég var
bæði andlega og líkamlega