Úrval - 01.10.1944, Síða 65
HIN ÍRSKU SJÓNARMIÐ
63
þreyttur, þegar ég gekk til
hvílu.
Klukkan 11 morgunin eftir
fór ég að hitta De Valera, í
aðalbækistöðvum hans að Meri-
on-torgi. Hermenn, meðskamm-
byssur við belti sín, standa
vörð við útidyrnar á skrifstof-
um forsætisráðherrans. írland
er land f jarstæðanna. De Valera
er vinsælastur allra opinberra
embættismanna á írlandi, en
um engan mann er hafður jafn
sterkur hervörður sem hann.
Hg hafði ekki séð hann um
10 ára skeið, og veitti því at-
hygli, að hann hefir þreknað
talsvert og er ekki eins óþýður
á manninn og áður var. Hann
brosti gjarna og virtizt ekki
vera eins áhyggjufullur og oft
áður. Samræður okkar voru
einkar hispurslausar. Þó að De
Valera sé án efa kænn stjórn-
málamaður, þá virðist hann
líta á írlands-málin, án þess að
taka nokkurt tillit til heimsvið-
burðanna. Skipting landsins
hefir gengið honum svo mjög
til hjarta, að það er engu líkara
en að honum blæði innvortis.
Hann hvarflar huganum sí og
æ til miðbiks síðastliðinnar
aldar, þegar íbúunum fækkaði
um 50 af hundraði, vegna hall-
æris og fólks-útflutnings.
„Jafnvel Hitler, hefir ekki leik-
ið svo nokkurt land í Evrópu“,
sagði hann. Og það er óbifandi
sannfæring hans, að það eitt sé
allra meina bót, að losna alger-
lega úr öllum tengslum við
England. Þegar írland væri
þannig skorið úr tengslum við
brezka heimsveldið, í andlegum
og verklegum málefnum, myndi
hann ef til vill verða fús á að
viðurkenna það, sem foringi
sjálfstæðrar og einhuga þjóðar,
að írland og England séu tengd
hvort öðru fjárhagslega og
hernaðarlega og vilja gera við
England samkomulag á þeim
grundvelli. Hann lýsir því yfir
óhikað, og ég hygg að það sé
af fullkominni einlægni, að
hann sé fús til að jafna hinar
langvinnu deilur við England
með þessum skilyrðum.
Hlutleysis írlands er mjög
stranglega gætt. Þar eð ekki
er óhugsandi, að starfsemi
þýsku sendisveitarinnar gæti
unnið Englandi ógagn, eru þeir
raunverulega haldnir sem fang-
ar í bækistöðvum sendisveitar-
innar, og þeirra vandlega gætt,
ef þeir koma út fyrir dyr. Öll
styrjaldarárin hefir aðeins einu
sinni verið hægt að rekja