Úrval - 01.10.1944, Side 74
72
TJRVAL
Málmlitirnir eru upplausn
ýmissa málmsalta, sem við áhrif
birtu og lofts gefa hárinu dökk-
an málmblæ. Flestir litanna
innihalda blý í upplausn ásamt
brennisteini eða silfri. Aðrir
inihalda kopar og járnsölt.
Amin-litirnir eru miklu
hættulegri en málmlitirnir, þar
sem eituráhrif þeirra eru fljót-
virkari. En með réttum húðtil-
raunum eiga þeir að vera hættu-
minni en málmlitirnir, sem valda
eitrun smátt og smátt við
endurtekna notkun. Aulc þess
hefir enn ekki verið fundið
„móteitur" gegn málmefn-
um snyrtivara eins og t. d.
blýi. Allir, er málmliti nota, eiga
á hættu að verða fyrir eitur-
áhrifum þeirra.
Blý veldur smávaxandi eitr-
un. Fólk, sem stöðugt notar blý-
hárlit fær króniska blýeitrun,
sem svo er nefnd. En oft getur
hún hrjáð fólk án þess að það sé
þess meðvitandi, því blýeitrun
hefir sjaldnast örugg eða auð-
þekkt sjúkdómseinkenni. Krón-
iska blýeitrun má oft finna en
aðeins með blóðrannsókn. Þótt
silfur sé engan veginn eins
„eitrað“ og blý veldur það samt
eitrun, sem lýsir sér í stöðug-
um bláum lit hörundsins. Enda
þótt það sé vitað, að málmsöltin
í hárliturn séu eitruð, eru samt
engin lagaryrirmæli, er tak-
marka eða banna notkun
þeirra.
Af jurtalitum er Henna al-
gengast. Henna er duft, sem
fæst þegar blöð og stöngull
egypskrar jurtar nokkurrar er
malað. Hennaduftið er flestu
fólki skaðlaust óblandað, en hár-
ið verður mjög stökkt af notkun
þess. Á sölumarkaðinum er
Hennaduftið oft blandað kopar-
salti og öðrum efnum, sem
gera það skaðlegt.
Ef þú nú, þrátt fyrir allt,
ert ákveðinn að láta lita á
þér hárið, þá er hér hin síðasta
ráðlegging. Reyndu aldrei að
lita hárið heima, jafnvel þótt
þú viljir spara aurana. Árang-
urinn getur orðið örlaga-
ríkur fyrir útlit þltt og jafnvel
heilsu. Þá skalt þú heldur leita
til sérfræðings, sem kann tök á
hlutunum og veit áhrif þeirra.
Það er skoðun fegrunarfræð-
inga, að hin aukna samkeppni
kvenna urn eiginmenn og störf
muni leiða til enn aukinnar
hárlitunar eftir stríð. Ef þá
verður ekki fundið upp skað-
laust en velvirkt litunarefni
getur hætta verið á ferðum.