Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 75
Háskaleg blódblöndun.
Grein úr „Journal of the American Medical Association".
ÖRG móðirin hefir óafvit-
andi banað barni sínu.
Þetta hefir hent vegna tilveru
áður óþekkts „efnis“ í blóði
mannsins, efnis, er læknavís-
indin fundu í blóðinu fyrir ein-
um fjórum árum. Læknar höfðu
staðið ráðþrota gegn því leynd-
armáli, að fullkomlega heil-
brigðar mæður létu fóstrum
sínum eða ólu börn, sem haldin
voru blóðleysi, og að blóðyfir-
færsla úr mæðrum til barna
gat haft dauða þeirra síðar-
nefndu í för með sér.
Nú vita læknar, að blóðið
sjálft inniheldur efni eitt, sem
nefnt hefir verið Rh, og er þess
valdandi, að rauðu blóðkornin
hlaupa í kekki. Hin örlagaríka
storknun á sér stað er blóð,
sem inniheldur Rh efnið bland-
ast blóði, er ekki inniheldur Rh.
Kona ein spönsk að ættum hafði
sjö sinnum orðið barnshafandi.
Frumburður hennar var eðli-
legt barn, er enn lifir. Því næst
lét hún þrem fóstrum. Fimmta
skiptið eignaðist hún tvíbura,
er dóu fjögra daga gamlir, af
illkynjuðu blóðleysi. Sjötta barn
sitt missti hún strax af sömu
ástæðum. Sjöunda barn hennar
lézt fáum mínútum eftir fæð-
ingu.
Bæði faðir og móðir reynd-
ust við læknisskoðun vel
hraust og eðlileg í hvívetna og
án nokkurra einkenna sam-
ræðissjúkdóma. Móðir og böm
höfðu verið undir stöðugu
lækniseftirliti.
Leyndardómurinn var sá,
að blóð hennar var „and-
stætt“ blóði manns hennar,
sem innihélt Rh efnið. Að visu
hafði engin „blöndun“ átt sér
stað milli blóðs föðursins og
móðurinnar, en blóð móður og-
barns hafði haft samband í
gegnum fylgjuna.
Nafnið Rh er tilkomið
af tilraunum, sem gerðar
hafa verið á Rheus-apanum.
Læknarnir Landsteiner og
Wiener sáu, að þegar þeir
blönduðu blóði úr Rheus-apan-
um og blóði kanína eða nag-
grísa í tilraunaglasi, þá hlupu
rauðu blóðkornin úr apanum