Úrval - 01.10.1944, Side 83
I»að sem aðallega verður til þcss að bjarga heiminum
frá hungurdauða, að stríðslokum, er
Maturinn, sem nú fer forgörðum.
Grein úr „Magazine Digest“,
eftir Dyson Carter.
GILEG örlög bíða hundruð
miljóna manna í heiminum
— hungurdauði. Hungurvofan
mun í stríðslokin berja að dyr-
um þjóðanna og krefjastþungra
gjalda. Þessu mun fram fara
meðan íbúar hinna efnuðu
vesturlanda og íbúar hinna
sultarhrjáðu austurlanda eru
ofurseldir þeim álögum, að
eyðileggja og kasta í fávizku
sinni miklum birgðum þeirra
efna, sem satt gætu svelt-
andi þjóðir. Það eru vísinda-
mennirnir, sem hafa Ijóstað
þessu upp. Mætti það verða
þeim hvöt, sem landbúnað og
iðnað stunda, svo að þeir bindi
enda á þá stórkostlegu sóun
dýrmætra efna, sem kynslóð
eftir kynslóð hefir óafvitandi
gert sig seka um.
Vísindagrein þá, sem varpað
hefir ljósi yfir þessar stað-
reyndir, skulum við hér kalla
manneldisfræði. Manneldisfræð-
ingurinn segir okkur, að hann
skuli gefa mannfólkinu nægan
mat, engan gerfimat, heldur
mat búinn til úr uppskerum
þeim, sem móðir jörð launar
strit ábúenda sinna með. Gnótt
bætiefna, steinefna, eggjahvítu
og kolvetna muni fást úr efnurn,
sem nú er fleygt. Hvað snertir
meðferð og hagnýtingu upp-
skerunnar, þá er manneldisf ræð-
in byltingarík í vinnubrögðum.
Hún tekur í þjónustu sína beztu
tækni efnafræðinnar, lífeðlis-
fræðinnar og verkfræðinnar
með þeim árangri, að okkur er
gefin áður óþekkt fæða.
Við þekkjum öll hveitið, við
skulum skoða það. Hvert hveiti-
korn samanstendur af tveim
efnislega óskyldum hlutum.
Annarsvegar er hinn efnisríki
frækjarni, sem inniheldur
sterkjuna og kolefnin er við
notum í vort daglega brauð.
Hinsvegar er svo kímið, sem
er miklu efnisminna en kjarn-
inn. Malarar hafa lengi vitað,