Úrval - 01.10.1944, Síða 91
KLUKKA HANDA ADANOBOKG
89
annað sameiginlegt, þeir þekktu
báðir sömu stúlkurnar. I
ókunnu landi er það eitt út ai'
fyrir sig nægilegt til að gera
svarna óvini að nánustu vinum.
Dag nokkurn bar stúlkurnar
á góma hjá þeim við hádegis-
verðinn. Þeir töluðu um þær eins
og amerískir karlmenn tala al-
mennt um stúlkur, þegar þeir
eru erlendis.
Kapteinniim sagði: „Hvernig
væri, að við færum og heim-
sæktum þær í kvöld?“
„Við skulum gera það,“ sagði
majórinn. „Það verður gaman.“
En svo fór hann að hugsa um
hvers vegna hann hefði tekið
svona fljótt undir uppástungu
kapteinsins, og með svo mikilli
ánægju. Viðhorf kapteinsins til
þessara stúlkna hneykslaði
majórinn. Kapteinnin leit á þæi'
eins og hvern annan varning,
hann virtist líta á þær eins og
ítölsk vínber og rauðvín.
Majórnum var óljúft að játa
fyrir sjálfum sér, að hann hefði
slíkan hugsunarhátt.
Og samt hafði hann tekiö
fegins hendi við boði kapteins-
ins. Hugur hans reikaði til
kvöldsins góða, heimahjáToma-
sino. Hann hugsaði um klístrað-
an brjóstsykurinn; hann minnt-
ist þess þegar hann fór að masa
um líf sitt og konu sína, og hve
einmana hann var þá um nótt-
ina. Honum farmst þetta allt
undarlegt.
En það var ekki undarlegt.
í raun og veru var það mjög
einfalt. Þetta er einkennandi
fyrir tilfinningar flestra heiðar-
legra Amerikumanna, þegar
þeir eru erlendis og sennilega
flestra Breta líka, og já, senni-
lega flestra Þjóðverja og
Japana einnig. Þetta var greini-
legt einkenni einstæðingskapar.
Joppolo elskaði konu sína. Hann
saknaði hennar afar mikið.
Þegar hann svo eftir marga
mánuði komst í návist snotrar
stúlku, sem sýndi honum sam-
úð, varð hann fyrst altekinn af
fegurð hennar, svo þyrmdi
yfir hann og þá fór hann að
tala um ástvini sína heima, og
loks ágerðist einstæðingskennd
hans enn meir.
Og nú var honum ljóst, að
hann var farinn að hugsa oftar
og oftar um fallegu stúlkuna,
og hann blygðaðist sín fyrir að
hugsa um hana, en gat ekki að
því gert.
Þannig bar það til, að þessir
tveir ólíku menn fóru þetta
kvöld til Via Vittorio Emanuele