Úrval - 01.10.1944, Síða 99
KLUKKA HANDA ADANOBOFíG
9T
harni fékk hann með kurteis-
legum ógnunum til að leyfa
fiskimönnunum að róa. Þegar
hann hringdi í þetta skipti,
mundi hann eftir fyrra samtal-
inu og hugði því að ráðlegt
mundi að nota aðra aðferð.
Kent—Yale röddin sagði:
„Livingston, Adanohöfn."
Joppolo sagði: „Halló, kap-
teinn, þetta er Joppolo. Ég
hringdi bara til þess að láta
yður vita að margir hafa sagt
mér, að öll borgin sé yður
þakklát.“
Kent—Yale röddin var
tortryggnisleg. „Fyrir hvað?“
spurði hún.
Majórinn sagði: „Fyrir að
hafa fisk að eta. Þér yrðuð
undrandi ef þér vissuð hversu
miklu þetta veldur hér í borg.
Margir hafa komið til mín og
beðið mig að þakka manninum
á flotaskrifstofunni, og ég býst
við, að það séuð þér. í morgunn
spurði Bellanca gamli, náung-
inn sem ég hefi fyrir borgar-
stjóra núna, hvort hann ætti að
skrifa yður persónulegt þakkar-
bréf.“
Livingston lét í ljós vaxandi
áhuga: „Er þetta satt?“
Joppolo sagði: „Já, já, ég
sagðist skyldi þakka yður fyrir
hans hönd. Ég vil líka þakka
yður fyrir mig. Já, það er mun-
ur að fá nýjan fisk eftir allar
vikurnar þegar maður fékk að-
eins C- vitamín skammt.“
Livingston var nú alúðlegri.
„Já,“ sagði haim, „þessir C-
vitamín skammtar eru hræði-
legir.“
Joppolo sagði: „Ég borða fisk
til hádegisverðar á hverjum
degi núna og við hvern munn-
bita þakka ég flotanum fyrir að
senda fiskimennina út.“
Liðsforinginn var nú hinn
ástúðlegasti: „Við borðuðum
líka fisk í flotaklúbbnum í gær-
kvöldi,“ sagði hann. „Hann var
ágætur. Vissuð þér að ég hafði
skipulagt smáklúbb hérna
niður frá? Tók svolítið hús, rétt
aðeins fyrir yfirmennina, þegar
þeir koma hingað í þennan af-
kima.“ Kent — Yale röddin var
nú orðin lágt trúnaðarmuldur.
„Ég komst yfir nokkra kassa
af skozku wisky. Komið og
fáið yður sjúss einhvemtíma við
tækifæri.“
Joppolo sagði: „Ég kem
áreiðanlega. Mér finnst ég hafa
þörf fyrir „einn lítinn" við og
við.“
Liðsforinginn sagði: „Þa.ð
veit hamingjan, að þess þarf ég