Úrval - 01.10.1944, Page 101
KLUKKA HANDA ADANOBORG
99
svona,“ sagði Joppolo. Hitt
fólkið í dagstofunni hjá Toma-
sino hló og talaði hátt, en Tina
og majórinn veittu því enga
athygli.
„Þegar fangahópurinn kom í
síðustu viku, höfðu þeir nýja
tegund af skjölum með. Það
eína, sem í þeim stóð var: „Skal
sleppt úr fangabúðum þeim,
er liggja næst heimili þess, er
skjalið hefir,“ og það var
undirritað af einhverjum í
níundu sveit. Nú, við vildum
rannsaka þetta og fá fulla
vitneskju, af því að við
höfðum ekkert heyrt um að
ítalskir fangar skyldu látnir
lausir.
Svo að ég hripaði nokkrar
línur til þessa náunga í níundu
sveit og fékk svarið í morgunn.
Hann sagði, að þetta vær ný að-
ferð, þeir hefðu komizt að raun
um, að það væri bezt fyrir sið-
ferðisþrek þjóðarinnar, að
sleppa ítölsku föngunum úr
haldi. Hann sagði, að sú áhætta,
sem við legðum í, með því að
sleppa nokkrum ofstækisfullum
liðsforingjum, sem myndu
halda áfram að vinna fyrir
Þjóðverja,mundi vinnast upp af
þeim góðu áhrifum, sem það
mundi hafa í flestum borgum.“
Tina sagði og var æst: „Hve-
nær sleppið þið þeim?“
Majórmn sagði: „Við verðum
að flokka þá niður í hópa og
senda þá í þær fangabúðir, sem
næstar eru heimilum þeirra. Við
höfum talsvert stóran hóp frá
Vieinamare, sem við verðum að
senda þangað. Það mun taka
um viku, býst ég við.“
Tina sagði: „Hafið þér komið
til fangabúðanna nýlega?“
Majórinn sagði: „Já, ég fór
þangað í dag,“
„Eru þar nokkrirfráAdano?"
„Talsvert margir skilst mér.“
„Ó, herra majór, töluðuð þér
við nokkra?“
„Já, ég gerði það.“
„Þér hafið líklega ekki — ?“
„Hann er ekki hér, Tina. Ég
leitaði að nafni hans í skránni.
Ég spurði einnig nokkra menn
frá Adono. Þeir sögðust ekk-
ert hafa frétt af honum. Ég
fór til fangabúðanna gagngert
til að athuga þetta“.
Tina sagði: „Þér eruð mjög
vingjarnlegur, herra majór.“
Hann sagði: „Ég var mjög
ókurteis áður“. Hann langaði
til að segja henni hvers vegna
hann hafði verið ókurteis — að
það era til vissir hlutir, sem
einmana maður þolir ekki að