Úrval - 01.10.1944, Síða 102
100
ÚRVAL
hlusta á, að honum var farið
að þykja vænt um Tinu og geðj-
aðist ekki vel að þeirri hugsun,
að hann væri notaður af henni
aðeins til þess að öðlast eitthvað,
sem henni þótti vænt um. En
hann sagði ekkert. Hann gerði
það ekki, því að hún varð fyrri
til.
Hún sagði: „Haldið þér, að
Giorgio minn sé í einhverjum
öðnim fangabúðum?“
Majórinn sagði: „Það er
ómögulegt að segja,“ og skyndi-
lega varð röddin kuldaleg.
„Hvenær fæ ég að vita það?“
„Einhverntíma í næstu viku.
Ég hefi sagt yður allt, sem ég
veit. Ég hefði ekki átt að segja
yður svona. mikið.“
„Gætið yðar“, sagði Tina, og
bros hennar espaði majórinn,
„þér eruð að verða ókurteis
aftur.“
Joppolo brosti einnig. „Ég
gæti sagt yður hvers vegna, en
ég vil það ekki,“ sagði hann.
Joppolo lét Livingston kurt-
eislega eftir að sjá um að ná
upp mótorskipinu Anzio.
Liðsforinginn gekk mjög
fram í því. Þann tuttugasta
og fyrsta var hann búnn að fá
leyfi til að nota þurrkvína.
Tuttugasta og f jórða var búið
að ná skipinu upp. Hinn tutt-
ugasta og sjöunda voru vinnu-
flokkar reiðubúnir til að skipa
upp úr Anzio.
Klukkan fimmtán mínútur
fyrir ellefu hinn tuttugasta og
sjöunda hafði verkstjórinn lok-
ið við að gefa verkamönnunum
fyrirskipanir sínar. Það voru 1
kring um f jörutíu menn. Sumir
þeirra voru duglegir en aðrir
ekki. Nú var svo mikið að gera
í Adano, að vinnukraftur var
mjög af skornum skammti.
Sumir mannanna í þessum
vinnuflokkum voru ofan úr
sveit, og jafnvel lati-Fatta var
kominn hér í vinnu í fyrsta
skipti í mörg ár.
Meðal verkamannanna var
maður nokkur, ókunnur í Ad-
ano, sem virtist ólíkur fjöldan-
um. Hann var laglegur, og hann
hafði ekki þessa poka undir
augunum, sem eru algengir
meðal þeirra, sem vinna erfið-
isvinnu. Hann talaði líka gott
borgarastéttar mál. Hann hafði
skemmtilegt bros og talaði á
sannfærandi hátt.
Þegar verkstjórinn hafði lok-
ið máli sínu, tók ókunni maður-
inn fjóra menn tali. Einn þess-
ara manna var lati-Fatta.