Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 122
120
ÚRVAL
a,ð vita meira um Corelli og fyrri
sögu klukkunnar. Toot Dov/Iing,
sem annars sýndi mjög mikinn
höfðingsskap með því að láta
klukkuna sína af hendi — ég
held, að það gerir ekkert til, þó
að honum sé skrifað um það,
hann sagði mér ýmislegt um
Corelli. Hann sagði, að fult nafn
hans væri Victor Corelli, og
hann var með tundurspilli í síð-
asta stríði. Ég fór dálítið rangt
með um daginn. Það, sem skeði
var það, að Corelli var í samfloti
í Norður-Atlantshafi og þetta
ítalska flutningaskip lenti í of-
viðri og brotnaði. Corelli yfir-
gaf stöðu sína í samflotinu og
fór og náði öllum ítölunum með
björgunarkörfu. Ég veit ekki
hversu mikið skyn þér berið á
siglingar, en það var mjög
hættulegt að fara nálægt flutn-
ingaskipinu í slíkum stormi,
Þetta var 12. nóvember, 1917,
segir Toot. Auðvitað er Toot
gamall bekkjarbróðir minn og
lélegur fótboltaleikari, og ég
veit aldrei hverju ég á að trúa
af því, sem hann segir. En ég
held, að þessi klukka sé góð og
vona að þér hafið gaman af há-
vaðanum í henni.
Ef þér lendið einhvern tíma í
vandræðum, þá snúið yður bara
til flotans, og ég er viss um, að
hann getur hjálpað yður.
Með von um náið samstarf
milli hers og flota!
Rock Robertson
(Lt. Comdr., U.S.N.)“
Zito kom inn og sagði: „Er-
um við búnir að fá nýja klukku,
herra majór.“
„Við erum búnir að fá nýja
klukku, Zito.“
„Er hljómurinn góður?“
„Ég vona það, Zito. Ég held
það.“
„Á hún sér einhverja sögu?“
„Já, Zito, ég skal segja þér
hana, þegar klukkan er komin
upp. Heldur þú, að ég ætti að
halda ræðu og iýsa klukkunni
fyrir fólkinu hér?“
„Já, það ættuð þér að gera,
herra majór. íbúar Adano verða
fíknir í að heyra eitthvað um
klukkuna.“
„Zito, heldurðu að fólkið muni
skilja hvað klukkan táknar?
Ég á. við, að hún er tákn þess,
sem ég trúi á? Heldurðu, að ég
geti útskýrt það fyrir því?“
„Það held ég, herra majór.
Ég skil hvað þér eigið við og
Zito er þó ekki ýkja gáfaður.“
Löngu áður en klukkan var
orðin hálf tólf var majórinn
kominn út á stéttina og stóð