Úrval - 01.10.1944, Side 132
TIL LESENDANNA.
RVALI þykir leiðinlegt að þurfa í þriðja sinn að biðja
afsökunar á því, að útkoma þess skuli ekki standast
áætlun. Óstundvísi hefir oft verið talin íslenzkur þjóðar-
löstur og verður að játa, að íslenzk tímarit hafa ekki farið
varhluta af þeim lesti, og hann jafnvel orðið sumum
þeirra að aldurtila.
Úrvali var þetta frá upphafi Ijóst og einsetti sér, að ef
því yrði ekki langra lífdaga auðið, þá skyldi það að rninnsta
kosti ekki láta sig henda að deyja úr óstundvísi. Nú
verður því ekki neitað, að Úrvai hefir tekið sjúkdóminn,
þrátt fyrir öll góð áform og á því á brattann að sækja í
því efni.
Nokkra afsökun þykist Úrval þó hafa fyrir því, að svona
fór. I samanburði við hliðstæð erlend tímarit hefir það
margfalt minna starfsliði á að skipa, og má því ekki mikið
út af bera til þess að erfitt verði að fylgja settri áætlun.
Til gamans má geta þess, að við ritstjórn ameríska tíma-
ritsins „Reader’s Digest“, sem er svipað að stærð og Úrval,
en kemur út mánaðarlega, vinna 53 menn: 2 aðalritstjór-
ar, 11 ritstjórar, 22 aðstoðarritstjórar og 18 aðrir menn,
sem leggja því til efni (Roving Editors).
Ennfremur hefir meira en mánaðar vinnustöðvun í
prentsmiðjum valdið því, að sá tími, sem ætlunin var að
vinna upp, á útkomu þessa heftis, hefir allur glatast.
En þótt svona tækizt til í þetta. sinn, verður allt kapp
lagt á að vinna upp þann tíma, sem glatast hefir, og von-
andi getur Úrval mætt lesendum sínrnn kinnroðalaust,
þegar það hefur fjórða aldursárið.
STBINDÓRSPRENT H.F.