Úrval - 01.06.1947, Síða 19

Úrval - 01.06.1947, Síða 19
TRÚR TIL DAUÐANS 17 — Spilaðu ástarvalsinn! hróp- aði einhver. — Já, valsinn þinn! hrópuðu allir og klöppuðu saman lófun- um. Og steinhöggvarinn byrjaði að spila aftur, lagði hökuna var- lega á fiðluna og vaggaði sér með lokuð augun eins og hann seiddi fram í draumi hina ang- urblíðu tóna. Húsbóndinn dans- aði við ungu konuna sína, mat- móður okkar; hún hvíldi höfuð- ið við öxl hans, og lyfti með því þungri byrði af barnshjarta mínu — hún elskaði hann enn! Og f jósadrengurinn dansaði við Karólínu, kærustuna sína! Nú var allt eins og það átti að vera, enda var þetta ástarvalsinn. Hvað þau liðu létt yfir gólfið, þessi f jögur -— já, öll! Stúlkurn- ar lokuðu augunum í sælli vímu og karlmennirnir stöppuðu svo að undir tók í hlöðugólfinu. Ég svaf ekki mikið þessa nótt, og daginn eftir sat ég úti í haga í skjóli við þyrnigerðið. Það rigndi látlaust allan daginn og kýrnar héldu sig á næstu grösum, eins og þær vildu leita skjóls hjá mér. Þær skutu höm í veðrið og jórtruðu þunglyndis- lega, en regnið rann í straum- um niður eftir síðunum á þeim. Ég var með gamla ökutreyju af húsbóndanum yfir höfðinu. Það draup úr þyrnigerðinu, en ég sat í skjóli og dvaldi í draum- heimum allan daginn. Und- an hálfopnum augnalokunum horfði ég á kýrnar, en í kollin- um á mér var allt á ferð og flugi eins og í hringekju: dans- inn í hlöðunni og hinn dillandi vals. Hann var ekki aðeins í kollinum — hann þaut í blóðinu, tók undir við hjartaslögin, sem heyrðust þung og tíð, samein- aðist stappi karlmannanna og ástleitnum ópum stúlknanna og þyrlaðist í lýsandi gufuskýinu umhverfis ljóskerið. Hann tók að lokum fyrir kverkar mér, svo að ég varð að æpa upp yfir mig — eins og undir dansinum um nóttina, þegar sterkar hend- ur drógu mig undan bekknum, þar sem ég lá í yfirliði, og báru mig í rúmið. Það lá líka við að ég hrópaði upp yfir mig núna. Ég hrökk upp með andfælum, rétt í því að húsbóndinn hætti að leita og lokaði fyrir tækið — lengur hafði ferðin heim til strandar- innar ekki varað. En ég var rennsveittur og órólegur eins og þá, í munninum á mér var bragð eins og af volgu blóði. Nú mundi ég það! Það var Andrés sænski, 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.