Úrval - 01.10.1947, Síða 19

Úrval - 01.10.1947, Síða 19
FORINGI FJÖGRA MILJÓNA HERS 17 Evangeline Booth fæddist á jóladagsmorgun árið 1865. „Ég var fjörmikið barn,“ segir hún, „og meira gefin fyrir að leika á gítarinn minn og koma fólki til að hlæja, heldur en að fást við eldamennsku og saumaskap. Ég lék mér með strákum. Brúður leiddust mér, af því að þær voru hjartalausar. En mér þótti gam- an að skepnum.“ „Hvenær vaknaði löngunin hjá yður til að verða hermað- ur?“ spurði ég. „Mjög snemma," svaraði hún. „Ég sá foreldra mína vinna fyrir fólkið og bera byrðar þess, jafnt á nótt sem degi. Þau þurftu ekki að minnast á kristindóm einu orði. Ég sá hann í starfi þeirra. Á fimmta afmælisdegi mínum tók marnma mig á eintal. Hún sagði, að ég bæri nafn fagnaðar- boðskaparins, og að hún vonaði að heimurinn yrði betri fyrir það að ég væri í hann borin, og að ég yrði að hugsa um það, hvað ég ætlaði að gera við líf mitt. Foreldrar mínir vissu ekki, hve djúptæk áhrif starf þeirra og fórnfýsi hafði haft á mig. Þau óttuðust sífellt, að ég yfir- gæfi herinn, og þegar ég eltist fengu þau jafnvel gnm um, að ég ætlaði að gerast leikari, því að — þó ég segi sjálf frá — var ég lagleg og hafði góða rödd. Auk þess var ég hvorki kaldlynd né tepruleg. En ég lét aldrei freistast af heiminum, að minnsta kosti ekki of mikið. Það er gaman að láta freista sín svo- lítið, eins og þér vitið.“ „Þér hafið aldrei gifzt,“ sagði ég. Það færðist skuggi yfir andlit hennar. „Mér geðjaðist alltaf vel að karlmönnum,“ sagði hún. „En eini maðurinn, sem ég hefi elsk- að, vildi að ég yfirgæfi herinn. Leiðir okkar skildu því. Ég hefi tengzt miljónum hjartna í stað eins. Ég syrgi það ekki, en ég gleymi því ekki.“ Evangeline byrjaði starf sitt 16 ára. Hún gekk ekki með ein- kennishatt hersins, hattinn, sem móðir hennar hafði sniðið eftir kvekarahatti sínum. Hún áleit, að hún myndi komast nær fólk- inu í fátækrahverfunum, ef hún gengi eins klædd og það. Hún klæddist því í tötra og lagði leið sína inn í bjórstofurnar, fang- elsin og öngstrætin. „Fólkið kallaði mig „hvíta engilinn“,“ sagði hún. „Ef til vill af því að ég var föl af tauga- óstyrk. Oft var ég hrædd. Enda 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.