Úrval - 01.10.1947, Side 67

Úrval - 01.10.1947, Side 67
AÐ LIFA 1 SAMRÆMI VIÐ NÁTTÚRUNA 65. þessu lögmáli er að finna til- gang lífsins og dauðans, lífsins í dauðanum. I fyrsta skipti sem ég heyrði um þetta, fannst mér mikið til um það, og svo er enn. Það er ekkert auðveldara en að dreifa kemiskum efnum úr poka í garðinn sinn og fá fljóta og verðmæta uppskeru í nokkur ár. En ef þú ert ánægður með þetta og hirðir ekki um að næra þær biljónir lífvera, sem eru sjálfur hinn lifandi jarðjvegur, veikist frjómoldin — og deyr ef til vill. Og jafn- auðvelt virðist mér muni vera að fara eins með mennina — að fita þá með efnislegum gæðum og dásamlegum uppfinningum — úr poka, ef svo mætti segja — og gleyma jarðveginum, sem þeir vaxa upp úr. Hver jarðvegurinn er, sem mannkynið sprettur upp af, hver vaxtarskilyrði þess eru, veit ég ekki með vissu. Allir hafa sínar eigin hugmyndir um það: það er að segja allir, sem hafa hreinsað augu sín nægilega til að geta séð eitthvert sam- hengi og vit í öllu þessu — ein- hvern tilgang. Og allir hafa sína aðferð við að skerpa sjón- ina. Mín aðferð er, eins og fyrr getur, sú, að fara niður að á, eða upp á fjall eða taka til hendi í garðinum mínum. Þann- ig geta menn læknað mein sín,. grætt brotin bein, skerpt sjón- ina. Það er ein aðferðin: að veita sér öðru hverju þann un- að að finna æðaslög lífsins, vera hluti af því, þátttakandi í vexti þess. Ef þú segir, að það sé að lifa eins og hæna á eggj- um eða kálhöfuð, þá svara ég því til, að það sé undir því kom- ið, hvað þú hefur upp úr því. Mér finnst það nógu góð að- ferð til að njóta lífsins. Það er staðreynd, að margir okkar, sem andstyggð höfum á styrj- öldum, höfðum á vissan hátt nautn af styrjaldarlífinu. Því að hvað sem öðru leið, ríkti þar ekki sjálfselska. Tilgangur okk- ar var ótvíræður: Við ætluð- um að vinna stríðið. Og það kom mér mjög á óvart, að eftir að ég losnaði úr hernum, fannst mér í fyrstu sem ég hefði fleygt frá mér tilgangi lífs míns með hermannafötunum. Það tók mig nokkurn tíma að finna nýj- an tilgang, og ég varð að fara upp í sveit til að finna hann, til að læra að njóta lífsins aftur. °o ★ <x>
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.