Úrval - 01.02.1949, Síða 3
OSÖ
: (lur
. I
TlMARlTSGRElNA I SAMÞJOPPUÐU FOgMI
8. ÁRGANGUR •:> REYKJAVlK •:> JAN.—FEBR. 1949
Hinn kunni, brezki rithöfumiur og heimspekingur
er ekki bjartsýnn á framtíð
vestrænnar menningar.
„Nýr og betri heimur“.
Grein úr „Life“,
eftir Aldous Huxley.
Ú SUNDÁR ARlK-
IÐ, sem ég dró
upp mynd af í fram-
tíðarsögu minni „Nýr
og betri heimur“
(Brave New World),
er samfélag þar sem
draumur almennings
um framfarir hefur
orðið að veruleika,
sem einna helzt líkist
martröð. Öllu óskemmtilegu,
sem ellinni fylgir, hefur verið út-
rýmt og lyfjafræðin hefur svift
dauðann broddi sínum. Með and-
legri og líkamlegri skólun í
foernsku, er hver einstaklingur
knúinn til að kjósa
sér þær hugsanir, til-
finningar, og athafn-
ir, sem ríkið vill. Með
lyfjum, sem loka
augum manna fyrir
veruleikanum, hafa
þeir verið losaðir við
ótta, efagirni og sam-
vizku. Kynlífið er,
eins og menntunin, al-
mennt, frjálst, og öllum skylt að
lifa því. Það er einnig (og að því
leyti óhugnanlega líkt menntun
nútímans) ófrjótt, því að getn-
aðurinn fer fram í tilraunaglös-
um; börnin eru framleidd í flösk-