Úrval - 01.02.1949, Side 26

Úrval - 01.02.1949, Side 26
Einn af vinsælustu skopsagnahöfundum Svía segir frá því, þegar prakkarinn hann — Emanuel er sendur í sveit. Úr „Allt“ eftir Hasse Z. Til almennings! Nú er aftur komið vor og sól- in skín og smáfuglarnir syngja alls staðar í trjánum (maður verður að byrja á einhverju fal- legu þó að mér finnist þetta kjaftæði). Eftir að lætin voru út af hund- inum hennar frú Lundblom sem við hleyptum inn í viðarkjallara einkaumboðsmannsins og hann var þar lokaður inni í f jóra daga og nærri dauður úr hungri sagði pabbi við mömmu að það væri bezt að senda hann á hæli fyrir vandræðabörn, en þá sagði mamma að hún vissi um prest uppi í sveit sem tæki stráka sem þyrfti að ala upp fyrir lítinn pening með mat og öllu og þá sagði pabbi það er bezt að frök- en Hammar fari með honum. Fröken Hammar er svona frök- en sem hjálpar frúnni þið vitið því að mamma fékk hana eftir auglýsingu í Iðunni þar sem stóð að hún vildi komast á fínt heimili þó að hún fengi ekkert kaup bara gott atlæti og væri tekin sem ein af fjölskyldunni og hún er voða strix þó að hún gráti stundum á kvöldin þegar hún fer að greiða sér og hátta því að Tittí segir að hún elski einhver sem vilji hana ekki því Tittí þekkir stúlku sem græt- ur einmitt svona annað hvort kvöld því að kærastinn hennar er á símanum og fer með annari stúlku á bíó á kvöldin. Ég er oft að hugsa um hvar kærast- inn hennar fröken Hammar er því að mig langar til að kíla hann í magann. Hann þarna presturinn sem ég átti að vera hjá átti heima í Smálöndum og svo fór ég og fröken Hammar með næturlest- inni og mamma kom með á stöð- ina og grét og það var agalega gaman því að ég fékk karamell- ur og súkkulaði og þegar lest-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.