Úrval - 01.02.1949, Síða 63

Úrval - 01.02.1949, Síða 63
LÍFFRÆÐI ELLINNAR 61 magnaður fosfór, sezt hann mest allur að í beinunum, og eft- ir mánuð hafa beinin losað sig við hann aftur. Bygging líkam- ans heldur því áfram eftir að vöxturinn hættir. Samt eldist líkaminn. Vefirnir þorna með tímanum og fita safnast í þá, æðarnar harðna, vöðvarnir slakna, beinin verða brothætt, næmleiki augna og eyrna þverr. Svo virðist, sem endunýjunin sé þess ekki megnug, að viðhalda æskufjörinu. Brýnasta úrlausnarefnið í ná- inni framtíð, og það sem góðu lofar um árangur, er að finna frumorsök þess, að endurnýjun líkamans fer smáþverrandi. Tveir möguleikar, sem útiloka ekki hvor annan, eru fyrir hendi: (1) þverrandi hæfileiki líkamans til að byggja upp þau efni, sem hann þarf til hinnar stöðugu endurnýjunar; (2) þverrandi hæfileiki til að brenna efnum og fá úr þeim orku. 1 fyrra tilfellinu er um „slit“ á frumum líkamans að ræða; í seinna tilfellinu gæti verið um hálfgerða „köfnun“ þeirra að ræða af völdum óeðlilega mik- illa úrgangsefna, sem myndast við ófullkomin efnaskipti. í báð- um tilfeiiunum er um að kenna, að hin ómissandi lífsefni, sem kölluð eru’ enzym, geta ekki leyst af hendi hlutverk sitt. Sameindir enzymanna eru mjög flóknar að efnasamsetn- ingu, og þó að ekki sé nema ör- lítið af þeim, þá eiga þau mest- an þátt í að breyta fæðunni, sem við neytum, í lifandi vefi líkam- ans. Án enzymanna gætu engin mikilvæg efnaskipti átt sér stað í líkamanum. Vel er hugsanlegt, að skortur á þeim sé orsök elli- hrörnunar. Hingað til hafa rann- sóknir lífefnafræðinga einkum beinzt að því að finna, hvaða enzym eru í hinum einstöku líf- færum, og hvernig þau starfa, en ekki að því, hvernig þau breytast með aldrinum. En þær fáu athuganir, sem gerðar hafa verið, benda til, að í vef jum spendýranna fari starf- semi enzymanna þverrandi með aldrinum. Þannig má líkja hrörnun líkamans við hrörnun íbúðarhúss, sem verður vegna skorts á þjónustuliði. Frá bæði fræðilegu og hag- nýtu sjónarmiði er það mikil- vægt, að fá úr því skorið, hvort starfsemi enzymanna fari þverr- andi eftir að fullum vexti er náð. í fræðilegu tilliti gefur það fyrirheit urn skilning — og síð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.