Úrval - 01.02.1949, Qupperneq 66

Úrval - 01.02.1949, Qupperneq 66
64 TJRVAL um, gaf konan mín frá sér nið- urbælt hljóð. Um 15 metra frá okkur voru tveir fagurlega tenntir fílar að naga háar trjá- greinar. Við stöðvuðum bílinn, og fílarnir, sem tóku engu minna viðbragð en við, litu snöggvast á okkur, svo tóku þeir á rás og hurfu inn í skóg- arþykkni áður en ég hafði fengið tíma til að lyfta mynda- vélinni minni. ,,Sáuð þið það sem ég sá?“ spurði ég. ,,Já,“ sagði leiðsögumaður- inn, ,,en horfið á þetta.“ Hinum megin vegarins og miklu nær stóð þriðji fíllinn, sem við höfðum ekki tekið eftir í ákafanum. Hann var bú- inn að brjóta toppinn af litlu tré og saug nú sárið eins og þegar barn sígur lakkrísstöng. Afríkufíllinn er ferlegur að sjá í dýragarði, en hann er enn fer- legri útlits á víðavangi. I þetta skipti tókst mér að taka mynd. I þriðja sinn, sem ég smellti af, leit hann illilega til okkar. Svo sneri hann sér við, blakaði eyrunum og lyfti upp rananum um leið og hann tók eitt og síðan annað skref í áttina til okkar. Fylgdarmaðurinn steig á benzíngjafann. „Það er ráð- legast fyrir okkur að dveija ekki lengur,“ sagði hann. Fyrir nokkrum mánuðum kom einn af forstjórum stórrar alþjóðaferðaskrifstofu til að skoða garðinn. Hann hafði verið vantrúaður á auglýsingar garð- stjórnarinnar. Einn af starfs- mönnum garðsins fór með hann í ökuferð. Eitt sinn er þeir óku eftir bugðu á veginum stöðv- aði fylgdarmaðurinn bílinn snöggt. Á veginum fram undan voru sjö ljón að baða sig í sól- inni. Þau sneru höfðunum leti- r8tW6RE OF EEEPHANTS PAS opvir kOUFANTf EDENGARÐUR í SUÐUR-AFRlKU 65 lega og horfðu á bílinn. For- stjórinn flýtti sér að skrúfa upp rúðuna sín megin. Eftir skamma stund stóð ljónynjan á fætur og gekk hægt í áttina til bílsins. Hún þefaði af „stuð- aranum“, sleikti Ijóskúlurnar, horfði með athygli á spegil- mynd sína í gljáfægðri hurð- inni og reis svo upp á aftur- fæturna til að gægjast inn um rúðuna. Þegar hún hafði satt forvitni sína, rölti hún aftur til unganna sinna. Fylgdarmaður- inn studdi á bílflautuna, og ljón- in viku ólundarlega til hliðar eitt á fætur öðru og biðu eftir því að bíllinn færi framhjá. „Við þurftum ekki að hafa meira fyrir að sannfæra forstjórann," sagði einn af starfsmönnum garðsins mér. Það er eftirtektarvert, að engin alvarleg slys hafa orðið í garðinum síðan hann var opn- aður árið 1926. En nokkur at- vik hafa ótvírætt sannað hygg- indi aðvaranna eins og þess- arrar: „Akandi fólk er varað við því að koma nær en 15 metra frá fílnum“. Fyrir nokkr- um árum skeði það, að fíll, sem varð gramur út í bíl, er elti hann, gerði sér lítið fyrir og settist ofan á hreyfilhús bíls- ins. Þegar hann hafði brotiö framöxulinn og þrýst hreyflin- um niður á götu, labbaði hann burtu án þess svo mikið sem líta á farþegana í bílnum. Þeir voru skelfingu lostnir en ó- meiddir. Nýlega kom ljón auga á spegilmynd sína í gljáfægð- um afturenda bíls, sem numið hafði staðar, rak upp reiðiösk- ur og réðst á bílinn. Þegar það hætti og haltraði burtu, var afturendi bílsins allur dældaður og fólkið í honum viti sínu f jær af hræðslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.