Úrval - 01.02.1949, Side 75

Úrval - 01.02.1949, Side 75
PSYKOSÓMATlSK LÆKNISFRÆÐI 7S stöðu, að hvorki umhverfi né tilviljun réði nándar nærri eins miklu um tíðni slysa og almennt er álitið. Einn sjúklingurinn var kona, sem trúði því, að ólánið elti sig. Hún var gift ríkum kaupsýslu- manni og eyddi mestum tíma sinum í mannúðarstarfsemi. En í mörg ár hafði hún orðið fyrir fleiri óhöppum en eðlilegt gat talizt. Einu sinni hrasaði hún í baðkeri og braut á sér stóru- tána, öðru sinni skar hún sig í fingur, þegar hún var að snyrta hendur sínar og slæm ígerð hljóp í sárið. Eitt sinn er hún steig út úr bíl, hrasaði hún og braut sig um öklann, og mörg önnur slys hentu hana, stór og smá. Loks komst hún undir hendur læknis, sem hafði áhuga á psykosómatískum athugun- um, og fyrir honum játaði hún, að það líf, sem hún lifði, full- nægði henni ekki. Það sem hún innst inni óskaði, væri að vinna heimilisstörf, ala upp börn og vera góð húsmóðir. Eftir að hún og maðurinn hennar létu að þessum dulvituðu óskum henn- ar, varð hún ánægð og ekki nærri eins ,,slysin“ og áður. Stór vörubílastöð hefur upp- lýst, að slysum hafi fækkað um 80% eftir að 5% bílstjóranna, þeir sem tíðast lentu í slysum, höfðu verið fluttir í annað starf. En það kom í ljós, að þessir bílstjórar héldu áfram að vera slysnir, þó að þeir hættu akstri. Þetta skýrði dr. Dunbar þannig, að sumum mönnum fylgi „slysa- vani“ eða slysni, og að megin- orsök hennar sé sálræns eðlis. Fylgjendur hinnar psyko- sómatísku læknisfræði reyna nú að færa sönnur á, að margir aðr- ir sjúkdómar eigi sér að miklu leyti sálrænar orsakir — s. s. sykursýki, asthma, húðsjúk- dómar og gigt í liðum. Sagan um manninn, sem fékk ákafan hnerra, þegar honum var færð- ur vöndur af pappírsrósum, er orðin sígild í hópi þeirra, sem fást við ofnæmi. Slæmt höfuð- verkjarkast (migrene) eða skyndilegt kvef getur gefið sjúklingnum kærkomið tækifæri til að skjóta sér undan erfiðleik- um. I tímariti ameríska læknafél- agsins skýrir dr. E. Bennett frá manni, sem hafði legið sex vikur rúmfastur, án þess að geta sofið svefnlyfjalaust. Hann var lotinn og slittislegur í göngulagi og kvartaði um brjóstsviða, vöðvakippi, höfuð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.