Úrval - 01.02.1949, Side 86

Úrval - 01.02.1949, Side 86
84 ÚRVAL mikla, og í öðru lagi má nota hreingerningarástríðuna til að gera öðrum óþægindi, svo að þeim líði heldur ekki of vel. Hugurinn kann mörg ráð til þess að koma mótmælum sínum og andúð á framfæri. Allir, sem afskipti hafa af taugaveikluðu fólki, vita á hve margvíslegan hátt óró og sektartilfinning get- ur birzt. Hér að framan hefur verið getið óttans og tengsla hans við óvildina á heimilinu. En jafnvel framgirni, ráðríki og margskonar kynferðisbrestir stafa af taugaveiklun þeirri, sem getur sprottið af baráttunni við óleyst vandamál. Samkvæmt kenningu Freuds, á taugaveikl- un kvenna upptök sín í öfund þeirra yfir því, hve þær eru að líkamsbyggingu ólíkar körlum. Freud segir á einum stað: „Ana- tomie ist Schicksal“ (Líkams- bygging er örlög). Ég er þó ekki algerlega sömu skoðunar. Mín sannfæring er sú, að þá fyrst, þegar konunni verður ljós mismunurinn á líkamsbyggingu kynjanna í sambandi við öfund sína yfir ótvíræðum forrétt- indum karlmannsins á heimil- inu, skapist andúðin gegn hlut- verki hennar sem konu, andúð- in, sem óttinn, óvildin og ráð- ríkið sprettur af. Ég er þess full- viss, að í þjóðfélagi, þar sem stúlkur hefðu forréttindin, fjár- hagslega, stjórnmálalega og á atvinnusviðinu, myndi verða sú breyting á, að piltarnir færu að öfunda stúlkurnar. Við rann- sóknir á afstöðu pilta og stúlkna til síns eigin kyns, kemur í ljós, að aðeins einn eða tveir piltar af þúsund eru óánægðir með kyn sitt, en 40 til 50 stúlkur af hundraði -— mismunandi eftir aldri — vilja heldur vera piltar. Það er líka augljóst, að það er erfiðara fyrir konuna, að gegna hlutverki konunnar en fyrir karlmanninn að gegna hlutverki karlmannsins í þjóðfé- lagi nútímans. Og meðan mikill mismunur er á þeim kröfum, sem gerðar eru til konunnar, og hinna, sem gerðar eru til karl- mannsins á heimilinu, þá er hætt við, að þeir verði talsvert marg- ir, sem telja kyn og forréttindi óaðskiljanleg hugtök. En slíkt hefur óheillavænleg áhrif á per- sónuleikann. Bak við vandræðabörnin eyg- ir maður oft mæður, sem eru hættar að elska manninn sinn eða hafa aldrei verið gæddar þeim hæfileika, að geta elskað karlmann. Kynhvöt þeirra er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.