Úrval - 01.02.1949, Page 112

Úrval - 01.02.1949, Page 112
110 ÚRVAL akrinum. Og þegar piltar og stúlkur fylgjast að, er viðbúið, að sum fari út af stígnum. Mér finnst, að foreldrar þeirra ættu að ala þau þannig upp, að þegar þau villast, fari þau ekki að hrópa og hlaupa í hringi, en standi kyrr, þar sem þau eru, og reyni að íhuga með stillingu, hvernig þau eigi að rata til baka. Og þið segið þeim að minnsta kosti ekki allan sannleikann um kynferðislífið (ég varð for- viða, þegar ég heyrði hana nota þetta orð, sem konur af hennar kynslóð máttu ekki heyra nefnt), ef þið komið þeim á þá skoðun, að lífinu sé ekki lifandi án þess. Það er ekki rétt. Ef maður kemst ekki þangað, sem maður þráir, ja, þá eru margir aðrir staðir, þar sem manni getur liðið vel. Á ég að segja ykkur nokkuð — ég held, að eitt af því, sem kemur þessum röngu hugmynd- um inn í kollinn á piltum og stúlkum sé það, hvernig fólk er á svipinn! Andlit gömlu frænku minnar, ég sé það fyrir mér núna, var rautt eins og hanakambur, þegar hún var að segja mér frá karlmönnunum á akrinum. Nú er ég komin á þá skoðun, að hún hafi haft dálít- ið gaman af að tala um þá.“ (Ó, Minnie frænka — og þinn svipur! hugsaði ég með mér). Einhver spurði: „En hvernig komstu út af akrinum, Minnie frænka?“ Hún hristi höfuðið og lagði frá sér flíkina, sem hún var að sauma. „Meiri kjánaskapur. Ég kom auga á prestinn, sem frænka mín var ráðskona hjá — hann var tengdasonur henn- ar — hann stóð kippkorn frá mér og var í þönkum, eins og hann átti vanda til. Og ég var svo fegin að sjá hann, að ég þaut til hans, lagði handleggina um hálsinn á honum og þrýsti mér upp að honum. Ég kom honum alveg að óvörum. Hann hrökk við, tók utan um mig og sneri andlitinu að mér — ég býst við að hann hafi gleymt því sem snöggvast, hve hrylli- legur annar vanginn var. Svip- urinn, augun, — þið eruð all- ar giftar konur, þið vitið, hvernig hálffertugur, fullfrískur karlmaður, sem hefur verið gift- ur og getið börn, yrði á svipinn — að minnsta kosti andartak — ef blómleg, sextán ára stúlka, með flaksandi hár og hálffrá- hnepptan kjól, fleygði sér fyrir-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.