Úrval - 01.02.1949, Page 122

Úrval - 01.02.1949, Page 122
120 ÚRVAL sýnilega vera henni að skapi. í>egar hinar ungu meyjar hafa gert karlmönnunum full skil, taka þær til við ástina. Eftir ýtarlegar umræður varðandi ástina, rís ein ungfrúin loks á fætur, kveður og heldur heim- leiðis. En ekki er hún fyrr horfin, en hinar eftirsitjandi ungfreyjur verða ásáttar um, að ekki sé hvítan blett á henni að finna, fremur en á bakinu á honum krumma. Öllum finnst þeim hún vera heimsk, óþolandi, smekklaus og kauðaleg yfir- leitt. Ennfremur að annað herðablað hennar sé ekki á réttum stað. Að síðustu birtist þó, Guði sé lof, þjónustustúlka mömmu minnar, með skilaboð um að miðdegisverðurinn sé tilbúinn. Loksins get ég losnað úr þess- um óþægilega félagsskap og komizt heim til að haida áfram með ritgerðina mína. Ég stena upp og hneigi mig. En á sama augnabliki umkringja þær mig, fflamma Warjenku, Warjenka sjálf og hinar litklæddu meyjar og lýsa yfir því, að ég hafi alls ekkert leyfi til að fara, því að ég hafi upp á æru og sam- vizku lofað í gær að borða hjá þeim miðdegisverð og fara síðan með þeim út í skóg að tína æti- sveppi. Ég hneigi mig og sezt aftur. . . Hatur brennur í sál minni; eina mínútu í viðbót — og — ég hlýt að verða hams- laus, ég hlýt að springa; sóma- tilfinningin ein og óttinn við að sýna ósæmilega hegðun koma mér til að beygja mig fyrir vilja kvenfólksins. Og svo beygi ég mig fyrir honum. Við setjumst að borði. Særði liðsforinginn, sem er með samansaumaðan kjálka síðan hann særðist í stríðinu, tyggur matinn eins og hann væri beizlaður með járnmél í munni. Ég hnoða brauðkúlur milli fingranna og hugsa um hunda- skattinn, og þar sem ég þekki bráðlyndi rnitt, reyni ég af fremsta megni að þegja. Nadj- enka horfir á mig með með- aumkunarsvip. Á borðum er okroska, tunga með grænum baunum, hænsnasteik og á- vaxtamauk. Ég hefi enga mat- arlyst, ég borða bara fyrir kurteisissakir. Eftir miðdegis- verðinn kemur mamma Masj- enku til mín þar sem ég stend aleinn úti á veröndinni og reyki, þrýstir hendur mínar og kreistir upp úr sér hálfkæfðri röddu:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.