Úrval - 01.02.1949, Page 130
128
ÚRVAL
stinga hendinni inn í ljónabúr.
Já, við skulum sjá, við skulum
bíða og sjá hvað hlýzt af
þessu!
Jæja, þá er ég nú giftur.
Allir óska mér til hamingju og
Warjenka hjúfrar sig upp að
mér og segir:
„Reyndu nú að skilja, að nú
ertu loksins minn, bara minn!
Segðu þá að þú elskir mig!
Segðu það!“
Og um leið og hún mæiir
þessi orð byrjar nefið á henni
að þrútna.
Svaramennirnir hafa sagt
mér, hve sniðuglega særði liðs-
foringinn fór að smokka sér
undan hlekkjum hjúskaparins.
Hann framlagði nefnilega lækn-
isvottorð fyrir hinar litklæddu,
ungu meyjar, þess efnis, að
vegna áverka þess er hahn hefði
hlotið á gagnaugað, væri hann
varla með réttu ráði og hefði
ekki lagalegan rétt til að kvæn-
ast. Bráðsnjöll hugmynd! Ég
hefði alveg eins vel getað krækt
mér í svona vottorð. Einn
frændi minn var óður drykkju-
maður. Annar frændi minn
var ákaflega utan við sig
(í stað húfu tildraði hann
einu sinni handskjóli á koll-
inn á sér), en frænka mín
ein spilaði mikið á píanó og rak
alltaf út úr sér tunguna, þegar
hún mætti karlmönnum. Og þá
ekki sízt þetta ógurlega bráð-
lyndi mitt — er það kannske
ekki grunsamlegt einkenni? En
það er bara þetta — af hverju
fær maður hinar snjöllu hug-
myndir alltaf of seint? Já,
mætti ég spyrja, hvers vegna ?
•k ★ 'k
*
Urval
timaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16, afgreiðsla Tjarnargötu 4,
Pósthólf 365. — Nýir áskrifendur snúi sér til afgreiðslunnar eða
næsta bóksala.
ÚTGEFANDl STEINDÓRSPRENT H.F.