Úrval - 01.06.1951, Page 17

Úrval - 01.06.1951, Page 17
SASONOFF 15 „Ég legg við drengskap minn.“ ,,Ó, þetta kvenfólk," sagði Rukavoff brosandi og hristi höfuðið. „Maður veit aldrei hvernig maður á að haga sér gagnvart því. Þér skuluð samt ekki halda, að ég hafi neitað þessu áðan af því að ég væri hræddur við yður. Ég legg það blátt áfram ekki í vana minn að hælast yfir sigrum mínum.“ „Því trúi ég,“ sagði Sakljatjin snúðugt. „Það er skiljanlegt. En ég endurtek eigi að síður: gætið yðar. Ég ætla að drepa yður.“ Rukavoff beit á vörina. „Leyfist mér að bera fram spurningu, í fullri alvöru? Og ég bið yður að svara henni á sama hátt: Af hverju ætlið þér að drepa mig?“ „Þér hafið eyðilagt líf mitt. Öll hamingja mín var bundin þessari konu, og þér hafið rænt henni frá mér.“ Rukavoff varð hugsi. „Hlustið á mig, Sakljatjin. Ég hlýt að mótmæla yður, enekkiaf því að ég vilji halda lífinu. Ég veit, að það væri alltof heimsku- legt af mér að fela mig á bak við borð og hrópa grátandi: Ó, drepið mig ekki; þyrmið lífi mínu! Lífið er ekki svo merki- legt, þegar öllu er á botninn hvolft. Ekki mun ég heldur hrópa á hjálp eða leggja á flótta. Þér getið drepið mig, hvenær sem þér viljið. En ég spyr yður enn einu sinni: Að hvaða leyti er ég sekur?“ „Þér hafið svikið mig. Þér hafið tekið frá mér konuna mína.“ Rödd Sakljatjins var skýr og hátíðleg. „Ég tók ekki frá yður kon- una. Hún kom til mín af frjáls- um vilja.“ „Ef þér hefðuð ekki komið til, værum við enn hamingjusöm eins og áður.“ „Og hvaða vissu hafið þér fyr. ir .þvi, að ekki hefði komið em- hver annar til?“ „Rukavoff! Þér svívirðið hana!“ „Hvernig? Það kom mér ekki til hugar. En gætið yðar, við erum báðir að komast í skop- lega aðstöðu. Þegar ég tala um annan elskhuga, þá er það til að leggja áherzlu á, að ég er maður, sem ekki á neinn hátt getur státað af miklum hæfileik- um eða líkamsfegurð, að ég er bara ósköp venjulegur maður. Þér getið ekki neitað þessu eða haldið því fram, að ég sé einn af þeim mönnum, sem engin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.