Úrval - 01.06.1951, Page 82

Úrval - 01.06.1951, Page 82
so ÚRVAL Oft förum við með kjama lífs okkar — frið og' hamingju í sambúðinni við okkar nánustu — af þesskonar hugsunar- og fyrirhyggjuleysi, sem við mund- um ekki láta okkur til hugar koma að sýna í starfi okkar eða atvinnu. Vísindamaður, sem veit, að millímeters reikningsskekkja getur eyðilagt allt ævistarf hans og sjálfan hann um leið, lætur hendingu ráða hegðun sinni á heimilinu þó að umhyggja og nákvæmni séu þar engu þýð- ingarminni, og sízt sé minna í húfi. Kænn kaupsýslumaður nöldrar og þusar við morgun- verðarborðið, en breytist í kurt- eisan geðspektarmann um leið og hann kemur á skrifstofuna. Hann veit fullvel, að góður fé- sýslumaður verður að hafa hem- il á tilfinningum sínum og skaps- munum frammi fyrir viðskipta- vinum og jafnvel starfsfólki sínu, sem velgengni hans bygg- ist að miklu leyti á. Þegar hann kemur heim á kvöldin, getur hann „slakað á klónni“ og lof- að skapsmununum að þjóna sjálfum sér. Konan hans og börnin afbera þetta — að vissu marki. En einn góðan veður- dag vaknar hann, eins og áður- nefndur vinur minn, við, að það sem áður hafði verið hlýr og ástkær griðastaður, er nú orðin yfirgefin rúst. Sannleikurinn er sá, að mann- leg samskipti eru viðkvæmasta ,,vél“ sem til er í heiminum, og þarfnast nákvæmrar og stöðugr. ar umhyggju, ef hún á að ganga skrikkjalaust. Það er auðvelt að verða ástfanginn, en til þess að varðveita ástina, verða báðir að- ilar að leggja fram alla hæfi- leika sína til að elska. Það er þolinsmæðisverk, sem er ekki í því fólgið að sýna öðru hverju glæsileg ytri tákn ástar sinn- ar, heldur byggist það á stöð- ugri sjálfstjórn og næmri vit- und um það sem vekur sárs- auka, gremju eða gleði. Ástin verður, þegar öllu er á botninn hvolft, að byggjast á því að okkur geðjist að þeim sem við elskum, en öll vitum við hve okkur getur stundum mis- líkað við þá, sem við elskum mest — hve oft við kveinkum okkur undan tilgerð þeirra, hé- gómagirnd, vanstillingu og því sem okkur finnst tillitsleysi þeirra gagnvart okkur. Og fyr- ir endurtekin áhrif þessarar ó- beitar tekur ástin að dofna og breytast í afskiptaleysi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.