Úrval - 01.12.1952, Page 64

Úrval - 01.12.1952, Page 64
62 tíRVAL til vill er það vísbending um nokkra af göllum og sumt af óréttlæti þess heims sem við lifum í. Oft virðist hugklofinn hald- inn algerum tilfinningadofa. En svo er þó venjulega ekki. Að því er snertir afstöðu hans til um- heimsins er sanni nær að kalla ástand hans „leiða“. Lokastig hugklofnunar er oft nefnt „dementia" (af latneska orðinu „mensa“ sem þýðir sál og forskeytinu „de“ sem þýðir „af“ eða „frá“). Þetta er ekki réttnefni, því að hugklofnun er ekki formyrkvun minnisins eða önnur einkenni hugarhrörnunar, eins og við sjáum í „dementia" af völdum skemmda á heila- frumum og -vefjum. Það má ef til vill kalla hana „dementia" tilfinningalífs og dómgreindar. Ef við mælum tilfinningarnar á mælistiku daglegs lífs í heimi veruleikans, þá eru þær ófull- komnar og sljóar. Einn af sjúklingum mínum er kona sem þjáist af hugklofnun. Ég vitja hennar nokkrum sinn- um á ári. Hún tekur á móti mér með hlýju brosi og tiginbornu fasi, en talar sjaldan. Hún gefur mér til kynna, að hún kjósi helzt að ég standi í návist hennar. Eftir nokkrar mínútur lyftir hún hægri hendinni til merkis um að áheyrninni sé lokið. Ég geri ráð fyrir að ,,prinsessan“ óski að hverfa aftur til ,,prinsins“, elsk- huga síns. Svipbrigðaleysi er einkenni hugklofnunar. Þegar ég var að byrja sérnám mitt í geðlækning- um var mér sýndur geðveikra- spítali. I einum ganginum heyrði ég hávaða mikinn. Við nánari athugun sá ég hvar sjúklingur stóð í dyrunum á klefa sínum og barði höfðinu með reglulegu millibili við þunga eikarhurðina. Ég bjóst við að sjá mikinn þján- ingarsvip á andliti sjúklingsins, en andlit hans var sviplaust og stirðnað. Þegar hugklofnunin er á háu stigi er ekki aðeins um að ræða skort á tilfinningum til að örva hugsunina, heldur eru hugsanir og tilfinningar oft í beinni mót- sögn hvorar við aðra. Hugklofi sagði mér eitt sinn að óvinir hans ætluðu að binda hann og drepa hann með því að láta einn vatnsdropa detta á höfuð hon- um á hverri klukkustund. Það mundi taka þá 8972 ár að ljúka verkinu. Um leið og hann sagði mér frá þessum hörmulegu ör- lögum sínum brosti hann aula- lega. Það er þetta sem átt er við með orðinu hugklofnun. Hugs- anir og tilfinningar verða viðskila. Persónuleikinn klofn- ar. Og þó getur hugklofi, sem ár- um saman hefur lifað algerlega í ímyndanaheimi sínum, náð stutta stund sambandi við veru- leikann að nýju. Sjúklingur sem hafði þjáðst af hugklofnun í 10 ár neitaði að borða mánuðum saman, af hlýðnisskyldu við eitt- hvað sem hann kallaði ,,heit“,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.