Úrval - 01.04.1953, Page 79

Úrval - 01.04.1953, Page 79
Astarsaga Eiríks XIV svíakonungs og Karinar Mánadóttur. Konunglegar ástir» Grein úr „Vár Tid“, eftir Bergljót Gilhuus-Moe. VIÐ erum stödd í Stokkhólmi á fögrum haustdegi árið 1564. Á Stórtorginu, þar sem þrif- legar sölukonur hafa komið sér fyrir með ávexti og hnetur, er líf og f jör. Konurnar masa, börn- in leika sér milli eplatunnanna, æruverðugar frúr og griðkonur með körfur á handleggjunum þrátta um verð, og hermenn og annað æskufólk lötrar um og sleikir sólskinið. Allt í einu hópast fólkið sam- an og teygir álkurnar. Hinn ungi konungur landsins kemur labb- andi. Það er raunar ekki nýstár- leg sjón — Eiríkur konungur er lífsglaður maður og hefur yndi af að ganga einn um borgina. En allir vilja sjá hann og kom- ast sem næst honum. 1 dag liggur sérlega vel á hon- um, hann ryðst brosandi gegn- um mannfjöldann, gerir að gamni sínu við sölukonurnar og hrósar vörum þeirra. En skyndi- lega verður hann alvarlegur. Hann snarstanzar og starir á kornunga stúlku, sem er að selja hnetur. Svo undurfagra sjón hef- ur hann aldrei séð. Hár henn- ar glóir eins og full, augun eru blá sem himinninn og upplit- aður, þröngur bómullarkjóllinn beinir athyglinni að æskufegurð líkamans — ávölum mjöðmum, grönnu mitti og litlum ungmeyj- arbrjóstum. Eiríkur konungur hefur þekkt og elskað margar fagrar konur, en enga jafnfíngerða og yndis- lega sem þessa stúlku. 1 hugan- um klæðir hann hana í silki og •skart og sér hana í hallarsölun- um, fegurri en nokkra aðalsmey. Enn er hún að vísu barn, en .... Hann gengur til hennar. „Hvað heitirðu, vina mín, og hve gömul ertu?“ Iiún hneigir sig djúpt. „Ég heiti Karin Mánadóttir og er fjórtán ára.“ Hann horfir á hana þegjandi. Loks dirfist hún að líta upp. Hik- andi mætir hún augnaráði hans — og samstundis færist sterk- ur roði um andlit hennar. Þann- ig hefur enginn maður horft á hana fyrr. Hún verður hrædd og ætlar að hlaupa á brott. En þeg- ar hún beygir sig til að taka upp hnetupokann, grípur hann í hana. „Heyrðu, Karin. Þú ert allt of falleg til að standa á torg-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.