Úrval - 01.04.1953, Side 89

Úrval - 01.04.1953, Side 89
SYNDARAR 87 hún héldi milli lófa sinna svo að hann flygi ekki burt. „Kæra barn,“ sagði hann mildilega, og eins og skyldan bauð lézt hann ekkert um hana vita, „segðu mér hvað langt er síðan þú skriftaðir seinast.“ „Það er langt síðan, Faðir,“ hvíslaði hún. „Hvað langt?“ Til að stappa í hana stálinu bætti hann við: „Meira er ár?“ „Já, Faðir.“ „Hvað mikið meira? Segðu mér það, elsku barnið mitt, segðu mér það. Tvö ár?“ „Meira en það, Faðir.“ „Þrjú ár?“ „Meira, Faðir.“ „Svona nú, svona nú, þú verð- ur að segja mér það, þú veizt þú verður að segja mér það.“ Þó að hann leggði sig allan fram, tókst honum ekki með öllu að bæla niður geðvonzkutóninn í rödd sinni. Honum leiddist líka að heyra þennan titil, „Faðir,“ í staðinn fyrir „Kórsbróðir." Hún tók eftir breytingunni í rödd- inni, því hún flýtti sér að segja: „Það er það, Faðir.“ „Það er hvað?“ spurði kan- úkinn ofurlítið háværari en við átti. „Meira en þrjú ár, Faðir,“ sagði hún. Hann velti því fyrir sér hvort hann ætti að láta hana komast upp með svona óljósa játningu, en samvizka hans leyfði ekki slíkt. Sean O’Faoláin er írskur rithöfund- ur, fæddur árið 1900. Hann var því á örasta þroskaskeiði, þegar upp- reisnin gegn Englendingum brauzt út á trlandi eftir fyrri heimsstyrjöld.. Eins og margir aðrir neyddist O’Fao- láin til að flýja land og fór til Banda- ríkjanna. Þar lagði hann stund á há- skólanám og lauk prófi frá Harvard- háskóla. Síðan vann hann fyrir sér með kennslu þangað til hann hvarf aftur heim til Irlands. Rithöfundar- feril sinn hóf hann með því að skrifa á keltnesku, en tiltölulega fáir eru nú læsir á þetta forna mál og árið 1932 gaf O’Faoláin út fyrstu bók sína á ensku: Midsummer Night Madness. Það er smásagnasafn, sem sækir efni sitt í uppreisnina er O’Faoláin hafði verið þátttakandi í. Bók þessi vakti mikla eftirtekt, einkum fyrir hispurs- leysi og hreinskilni og frábærar nátt- úru- og mannlýsingar. Næsta bók O’Faoláins var einnig smásagnasafn: A Nest of Simple Folks. Yfir þeim sögum er draumljúfur, heillandi blær, enda urðu þær mjög vinsælar. Síðan hafa komið út eftir hann skáldsög- ur, leikrit og ævisögur írsku frelsis- hetjanna De Valera og O’Connor. „Góða barn, hvað er það mik- ið yfir þrjú ár?“ „Það er, Faðir, það er . . . “ Kanúkinn ltom í veg fyrir lyg- ina. „Góða barn, hvað er það mik- ið yfir þrjú ár? Er það fjögur ár? Og mundirðu nokkuð hafa á móti því að kalla mig Kórs- bróður?“ Andardrátturinn varð hrað- ari. „Það er, Faðir. Ég meina, það er meira, Kórsbróðir, Fað- ir.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.