Úrval - 01.04.1953, Síða 111

Úrval - 01.04.1953, Síða 111
FLÓTTINN ÚR PARADlS 109 inn, sem er lamaður á báðum fótum.“ „Nei?“ „Jú, ég held að hún hafi allt- af elskað hann. Hann var liðs- foringi. Hann elskar hana líka, það gerir hann. Hann var elsk- hugi frú Dubois fyrir löngu. Hann er orðinn gamall, bráð- um fimmtugur. Frú Dubois er bálreið yfir því að María skuli fá að sitja í kaffihúsinu, en Du- bois vill hafa hana þar, af því að hún útvegar fjölda af við- skiptavinum. Annars kærir Du- bois sig ekki hót um kvenfólk, ekki hót ... Hann er ekkert fyrir kvenfólk." „En hann á dóttur?“ „Já, en þá var hann ungur. Æ, nei, þú skilur svo lítið. Sérðu ekki hvemig hann er? Það er þó auðséð! Af hverju kyssir þú mig aldrei ? Þú hefur bara kysst mig einu sinni.“ # Klukkan var orðin tíu um kvöldið, þegar Lucia og Stefan- sen lektor stigu út úr bílnum hjá kirkjunni á Montmartre. Hann fylgdi henni inn í litla hliðargötu, nam staðar fyrir utan húsið, hélt utan um hana. „Kemur þú með upp?“ spurði Lucia. „Og það kostar ... ?“ sagði hann háðskur. „Vertu ekki svona vitlaus. Æ, af hverju læturðu svona? Heldur þú að ég taki við borg- un af þér?“ Lucia hafði tvö lítil herbergi, annað vissi út að götunni. 1 hinu, sem sneri út að garðinum, hafði hún útbúið eldunarkrók bak við hlíf. Stefansen lektor hafði ekki búizt við að það væri svona snot- urt hjá henni. Hann lét hana fá peninga til að kaupa fyrir næsta morgun, nýtt brauð og annað. Eftir morgunmatinn fór hann rakleitt bak við hlífina og þvoði upp diskana. Lucia hafði mikla skemmtun af því. „Ég ræð þig fyrir vinnukonu,“ sagði hún. „Eg tek stöðuna," sagði Ste- fansen lektor. „Ég flyt farang- urinn minn hingað í dag. Eg fer til Noregs árdegis á laugar- daginn. Það verða aðeins fimm dagar. Ég vil búa hér. En það má enginn koma hingað, eng- inn ... Og þú mátt ekki fara í kaffihúsið þessa daga.“ „Þú ferð ekki,“ sagði hún. „Var ég ekki búin að segja, að þú ættir ekki að fara?“ „Því miður, ég verð að fara.“ „Jæja, þú getur verið hér. Ég skal tala við Maríu.“ „Þarf þess?“ „Hún er systir mín,“ sagði Lucia. „Hún leggst ekki á móti því. Hún kann vel við þig.“ Stefansen lektor tók undir hökuna á Luciu. „Litlavinkona," sagði hann, „þykir þér ofurlítið vænt um mig?“ „Mér þykir vænt um þig, það hef ég sagt,“ svaraði Lucia. ,,Ég elska aldrei neinn, aldrei. Nei, svo vitlaus er ég ekki. Þú mátt gjaman kyssa mig. Mér finnst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.