Úrval - 01.05.1953, Side 3
12. ÁRGANGUR
REYKJAVlK
3. HEFTI 1953
Sænskur fyrirlesari gcfur hér
glöggu og fróðlega lýsingu á
mauninum og rithöfundinum —
HANS FALLADA.
Grein úr „Hördi Ni“,
eftir Knut Stubbendorff.
MARGAR þýzkar fjölskyldur
geyma sagnir um kynlega
kvisti í ættum sínum. Sumar
þessara sagna eru sorglegar,
aðrar fáránlegar og enn aðrar
eru einskonar ævintýra- eða
hetjusagnir. En auðvitað eru
líka til í mörgum ættum svart-
ir sauðir, sem alls engar sög-
ur fara af, heldur falla í
gleymsku. Og það eru örlög
þeirra flestra. Rudolf Ditzen,
sonur Wilhelms Ditzen, dóm-
ara í æðsta dómstóli þýzka rík-
isins, var einn af þessum
gleymdu auðnuleysingjum —
— allt til þess er hann varð
frægur rithöfundur undir nafn-
inu Hans Fallada.
Fallada var ekki hinn mis-
skildi snillingur. Milli auðnu-
Þýzki rithöfundurinn Hans Fallada
varð á svipstundu heimsfrægur fyrir
bók sína Kleiner Mann, was nunf,
sem kom út á íslenzku undir nafn-
inu Hvað nú, ungi maður f Með
þessari bók hófst einstæður rithöf-
undarferill. Jafnfóðum og bækur
Fallada komu út á þýzku voru þær
þýddar á fjölda tungumála, og munu
margir Islendingar hafa lesið þær,
ýmist á dönsku eða þýzku á ára-
tugnum fyrir síðari heimsstyrjöld-
ina. En færri munu vita deili á
skáldinu sjálfu. Sænskur maður, sem
þýtt hefur bækur Fallada á sænsku,
flutti nýlega fyrirlestur um hann í
sænska útvarpið, og birtist hann hér.
Mun mörgum gömlum unnendum
Fallada liér á landi þykja fróðlegt að
kynnast ævi hans, sér til glöggvunar
og aukins slíilnings á bókum hans.
leysis hans og frama voru eng-
in bein tengsl. Frami hans