Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 19
Við skulum virða fyrir okkur
nokkur nálspor skurð-
lœknisins.
Þegar lífið hangir á þrœði.
Grein úr „Today’s Health“,
eftir J. D. Ratcliff.
FRUMMAÐURINN saumaði
saman sár sín með jurta-
þráðum eða dýrasinum. Jafn-
vel enn í dag nota Indíánar í
Suðurameríku bitkróka á maur-
um til að loka sárum. Maurarnir
eru látnir bíta í báða sárbarm-
ana og klemma þá saman; síð-
an er þeim kippt burtu, en bit-
krókamir sitja eftir og halda
sárinu saman eins og sára-
klemmur. Upp af þessu hefur
hin háþróaða saumatækni
skurðlæknisfræðinnar þróast.
Næstum allir þurfa einhvern-
tíma á ævinni að láta sauma
sig saman: sár eða skurð til-
kominn við slys eða læknisað-
gerð, bilun við fæðingu o. fl.
Sumt af þessum saum er svo
einfalt að húsmóðir gæti eins
vel gert það og læknir; annar
er svo erfiður að fádæma leikni
og lipurð, sem aðeins fæst með
margra ára þjálfun, þarf til
þess að framkvæma hann.
Einstaka maður er fæddur
með þrengsli í aðalslagæðinni
sem liggur frá hjartanu, líkt og
mitti á stundaglasi. Torveldar
þetta að sjálfsögðu blóðrásina.
Skurðlæknirinn lagar þetta
með því að skera burtu þrengsl-
in og setja nýjan slagæðarbút
í staðinn. Að sauma þennan
nýja bút er sennilega vanda-
samasti saumaskapur í allri
skurðlæknisfræðinni — svo
vandasamur að aðeins örfáir
læknar í heiminum geta leyst
hann af hendi.
Æðaendarnir eru seigir og
eins hálir og blautar hveiti-
pípur. Þau 20—30 spor sem
tekin eru verða að vera alveg
þétt — ella hlýzt af banvæn
blæðing.
Saumsporin verða að vera
nógu sterk til að standast
þrýstinginn frá blóðinu sem
spýtist í gusum gegnum æðina,
en ekki má heldur herða svo
mikið að, að rifni út úr. Að
innan verða saummótin að
vera slétt og fellt — ella get-
ur myndast banvænn blóðtappi.
Og til þessa vandasama sauma-
skapar hefur læknirinn aðeins
tíu mínútur; lengur má ekki
loka aðalslagæðinni.
Næstum eins mikill vandi er
að græða hornhimnu í auga.
Hornhimnan er gagnsæ, eins
konar gluggarúða á auganu;